„Ég er miklu ofar skýjunum í kvöld, þetta var alveg frábært," sagði Eggert Magnússon fyrrverandi formaður KSÍ við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Portúgal í Saint Etienne í Frakklandi á Evrópumótinu í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Portúgal
„Þetta er margra ára þrotlaus vinna og frábært landslið, og áhorfendur sko... það var ótrúlega gaman að vera á vellinum í kvöld og fylgjast með þessu."
„Ég hef aldrei séð íslenska áhorfendur vera svona svakalega hrifnæma og syngja þjóðsönginn og hvatningin allan tímann. Alveg ótrúlegt."
„Ég er náttúrulega alltaf brjálaður, ég er í fótbolta afþví mér þykir passion í fótbolta og læt það fylgja. Þetta var miklu meira en geðveikt, þetta er eiginlega ótrúlegt. Maður verður alla nótt að melta þetta, juhú!" sagði Eggert.
„Úrslitin úr Ungverjaland - Austurríki voru óvænt en ef við náum úrslitum úr næsta leik þá erum við eiginlega komin áfram, það er engin spurning," sagði hann ennfremur en frekar er rætt við hann í sjónvarpinuu að ofan.
Athugasemdir