„Þetta er bara æðislegt, ég hafði allan tímann trú á liðinu og að við gætum gert góða hluti, en þetta er bara frábært," sagði Guðrún Inga Sívertsen varaformaður KSÍ eftir 1-1 jafntefli við Portúgal á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Portúgal
„Það var frábær stuðningur úr stúkunni og við bara áttum svæðið. Ég fór hérna í FanZone fyrir leik og það var bara blátt FanZone. Það voru bara Íslendingar og stemmningin í stúkunni var mögnuð," hélt hún áfram.
„Við vorum búin að rústa fanzone, stúkunni og svo fengum við stig út úr þessum leik svo við getum ekki annað en verið mjög sátt."
„Við erum komin hingað til að gera einhverja hluti og ekki bara vera með. Nú er bara næsti leikur og við ætlum að fara upp úr riðlinum. Ég er búin að segja að ég komi ekki heim fyrr en í júlí og ætla að standa við það."
Athugasemdir