Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 16. febrúar 2017 15:10
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Dáist að dugnaði Hörpu
Kvenaboltinn
Freyr ræðir við Dóru Maríu Lárusdóttur.
Freyr ræðir við Dóru Maríu Lárusdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning.
Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í dag var hópur kvennalandsliðsins fyrir Algarve-æfingamótið opinberaður. Mótið er mikilvægur liður í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem verður í Hollandi í sumar.

„Ég er mjög ánægður með standið á þessum hópi, það er búið að bæta líkamlegt atgervi eins og hraða og kraft. Ég er mjög ánægður með það," segir Freyr Alexandersson þjálfari.

Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að glíma við meiðsli í baki en er í hópnum og Freyr segir að útlitið varðandi hana sé gott. Margrét Lára Viðarsdóttir er að jafna sig eftir aðgerð og er einnig í hópnum.

„Dagný er í góðu ferli og ætti að geta tekið þátt í öllum leikjum. Margrét var í aðgerð í desember en miðað við það er hún í fínu standi. Hún getur kannski ekki tekið þátt í öllum leikjunum en ég vona að hún verði mjög nálægt sínum toppi í júlí."

Ísland hefur leik á Algarve mótinu þann 1. mars gegn Noregi. Ísland mætir einnig Japan og Spáni í riðlakeppninni.

Freyr segir að það sé hörð en holl samkeppni um að vera í lokahópnum fyrir EM sem opinberaður verður í júní.

Harpa Þorsteinsdóttir varð markahæsti leikmaður undankeppninnar þrátt fyrir að missa af síðustu leikjunum. Hún er ólétt og styttist í að hún muni eiga. Óvíst er með þátttöku hennar á EM í sumar.

„Hún hefur hugsað gríðarlega vel um sig og gæti ekki verið í betra standi miðað við að vera gengin níu mánuði á leið. Ég dáist að dugnaðnum í henni en er samt sem áður ekkert að pressa á hana. Hún klárar sín mál og svo sjáum við hvað gerist," segir Freyr.

Ef Harpa snýr aftur út á völlinn og spilar vel þá verður hún í hópnum á EM að sögn Freys.

„Það er samt svo mikið af spurningum sem við eigum eftir að fá svar við. Hún skoraði eða lagði upp 15 af 34 mörkum okkar í undankeppninni og auðvitað er þetta stórt skarð. Þetta hefur haft mikil áhrif en við erum á góðri leið með að leysa þetta. Við gerum þetta með henni eða án hennar á EM. Þetta verður allt klárt."

Á Algarve mótinu munu Katrín Ásbjörnsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fá tækifæri til að leysa stöðu Hörpu í fremstu víglínu og auk þess mun Freyr halda áfram að gera tilraunir með 3-5-2 leikkerfið.

„Ég vil fá eins mikið af svörum og hægt er (á Algarve mótinu) svo við þurfum ekki að vera með spurningamerki þegar við förum í verkefnin í apríl og júní," segir Freyr Alexandersson.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um þau tilboð sem hafa komist frá kínverskum félögum í landsliðsmenn í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner