Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 16. febrúar 2017 15:10
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Dáist að dugnaði Hörpu
Freyr ræðir við Dóru Maríu Lárusdóttur.
Freyr ræðir við Dóru Maríu Lárusdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning.
Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í dag var hópur kvennalandsliðsins fyrir Algarve-æfingamótið opinberaður. Mótið er mikilvægur liður í undirbúningi fyrir Evrópumótið sem verður í Hollandi í sumar.

„Ég er mjög ánægður með standið á þessum hópi, það er búið að bæta líkamlegt atgervi eins og hraða og kraft. Ég er mjög ánægður með það," segir Freyr Alexandersson þjálfari.

Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að glíma við meiðsli í baki en er í hópnum og Freyr segir að útlitið varðandi hana sé gott. Margrét Lára Viðarsdóttir er að jafna sig eftir aðgerð og er einnig í hópnum.

„Dagný er í góðu ferli og ætti að geta tekið þátt í öllum leikjum. Margrét var í aðgerð í desember en miðað við það er hún í fínu standi. Hún getur kannski ekki tekið þátt í öllum leikjunum en ég vona að hún verði mjög nálægt sínum toppi í júlí."

Ísland hefur leik á Algarve mótinu þann 1. mars gegn Noregi. Ísland mætir einnig Japan og Spáni í riðlakeppninni.

Freyr segir að það sé hörð en holl samkeppni um að vera í lokahópnum fyrir EM sem opinberaður verður í júní.

Harpa Þorsteinsdóttir varð markahæsti leikmaður undankeppninnar þrátt fyrir að missa af síðustu leikjunum. Hún er ólétt og styttist í að hún muni eiga. Óvíst er með þátttöku hennar á EM í sumar.

„Hún hefur hugsað gríðarlega vel um sig og gæti ekki verið í betra standi miðað við að vera gengin níu mánuði á leið. Ég dáist að dugnaðnum í henni en er samt sem áður ekkert að pressa á hana. Hún klárar sín mál og svo sjáum við hvað gerist," segir Freyr.

Ef Harpa snýr aftur út á völlinn og spilar vel þá verður hún í hópnum á EM að sögn Freys.

„Það er samt svo mikið af spurningum sem við eigum eftir að fá svar við. Hún skoraði eða lagði upp 15 af 34 mörkum okkar í undankeppninni og auðvitað er þetta stórt skarð. Þetta hefur haft mikil áhrif en við erum á góðri leið með að leysa þetta. Við gerum þetta með henni eða án hennar á EM. Þetta verður allt klárt."

Á Algarve mótinu munu Katrín Ásbjörnsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fá tækifæri til að leysa stöðu Hörpu í fremstu víglínu og auk þess mun Freyr halda áfram að gera tilraunir með 3-5-2 leikkerfið.

„Ég vil fá eins mikið af svörum og hægt er (á Algarve mótinu) svo við þurfum ekki að vera með spurningamerki þegar við förum í verkefnin í apríl og júní," segir Freyr Alexandersson.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um þau tilboð sem hafa komist frá kínverskum félögum í landsliðsmenn í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner