Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   mið 12. júlí 2017 21:34
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Okkur var refsað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila mjög vel í þessum leik. Við sköpuðum okkur góð færi og skoruðum gott mark. Við misstum einbeitinguna í í föstu leikatriði og okkur var refsað. Það er annar leikur eftir og við þurfum að vera klárir á þriðjudaginn, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 1-1 jafntefli gegn Víkingi í Götu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Víkingur Götu

„Við náðum ágætis floti á boltann og þeir spila sterkan varnarleik, eru mjög agaðir í sínum leik og eru með góðar skyndisóknir og sterkir í föstum leikatriðum og við klikkuðum einu sinni þar," sagði Heimir sem býst við svipuðum leik þegar liðin mætast í Færeyjum í seinni leiknum.

„Þeir þurfa ekki að breyta miklu. Þeir fengu mikilvægt útivallarmark. Það kæmi mjög á óvart ef þeir myndu breyta leikskipulaginu."

Miðað við leikinn í kvöld, ætti FH að vera í dauðafæri að komast áfram í Meistaradeildinni, því það sást augljóslega að FH er betri knattspyrnulið en það færeyska. Það er hinsvegar ekki alltaf spurt að því.

„Ef við spilum vel á þriðjudaginn eins og við gerðum í kvöld, þá myndi ég segja það jú," sagði Heimir að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner