Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. nóvember 2018 17:06
Ingólfur Páll Ingólfsson
Birnir Snær til Íslandsmeistara Vals (Staðfest)
Birnir Snær er uppalinn hjá Fjölni en skiptir nú yfir á Hlíðarenda.
Birnir Snær er uppalinn hjá Fjölni en skiptir nú yfir á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valur og Fjölnir hafa komist að samkomulagi um félagsskipti fyrir sóknarleikmanninn Birni Snæ Ingason.

Birnir Snær er 22 ára gamall miðjumaður en hefur nú þegar leikið 72 leiki fyrir Fjölni þar sem hann skoraði 13 mörk fyrir félagið. Þá á hann 3 leiki að baki með U-21 árs lansdsliði Íslands.

Birnir Snær spilaði með Fjölni allt síðasta tímabil en tókst ekki að koma í veg fyrir fall Grafarvogsliðsins úr efstu deild. Hann gengur nú í raðir Hlíðarendaliðsins sem er staðráðið í að halda áfram frábæru gengi liðsins síðustu ár. Samningur Birnis er til þriggja ára.



Athugasemdir
banner
banner