Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. janúar 2019 07:37
Magnús Már Einarsson
Albert Brynjar íhugar að fara frá Fylki
Albert í leik síðastliðið sumar.
Albert í leik síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, er að íhuga að yfirgefa herbúðir félagsins samkvæmt heimildum mbl.is.

Hinn 33 ára gamli Albert er uppalinn hjá Fylki og hefur spilað í Árbænum lengst af á ferlinum.

Síðastliðið sumar spilaði Albert alla leiki Fylkis í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim fimm mörk.

Samtals hefur hann skorað 70 mörk í 219 leikjum í efstu deild á ferlinum. Auk Fylkis hefur Albert spilað með Þór, Val og FH á ferli sínum.

Samkvæmt frétt mbl.is hefur Albert áhuga á að reyna fyrir sér í Inkasso-deildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner