Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. október 2019 09:40
Magnús Már Einarsson
Andri Lucas á lista yfir efnilegustu leikmenn heims
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, er á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn í heimi sem eru fæddir árið 2002. Listinn heitir næsta kynslóð.

Á lista The Guardian er einnig Ansu Fati sem er farinn að vekja athygli með aðalliði Barcelona.

Andri Lucas kom til Real Madrid í fyrrasumar eftir að hafa leikið með yngri liðum Barcelona og Espanyol.

„Mjög sterkur líkamlega og góður í loftinu. Hann er líka fljótur, tæknilega góður og getur klárað færi með báðum fótum," segir meðal annars í umsögn Guardian um Andra Lucas. „Ef hann heldur áfram sömu framförum þá verður Real í skýjunum með að hafa stolið svona hæfileikum af erkifjendum sínum."

Andri Lucas hefur leikið með U16, U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands og skorað tólf mörk í 28 leikjum.

Smelltu hér til að sjá listann í heild hjá Guardian.

Sjá einnig:
Goal með ítarlega grein um Andra Lucas Guðjohnsen


Athugasemdir
banner
banner