Frá Gunnari Erni Arnarsyni í Ólafsvík
,,Þetta var ábyggilega eitt mikilvægasta mark sem ég hef skorað og besta mark sem ég hef skorað," sagði Þorsteinn Már Ragnarsson framherij Víkings frá Ólafsvík sem skoraði sigurmark liðsins í bráðabana í vítaspyrnukeppni í 8-7 sigri á Stjörnunni í 8 liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld.
,,Mér fannst við bara eiga leikinn allan tíman nema í restina, 5-6 mínúturnar," sagði Þorsteinn en eftir að hafa leitt 2-0 í lokin náði Stjarnan að jafna metin áður en venjulegum leiktíma lauk.
,,Við dettum bara niður í vörnina og erum ekkert að sækja, það boðar aldrei gott að detta bara niður í vörnina."
Nánar er rætt við Þorstein í sjónvarpinu að ofan.