,,Þetta er erfiður útivöllur og ég myndi segja að það sé fínt að fá stig hérna," sagði Emil Pálsson fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingi Ólafsvík í annarri deildinni í kvöld.
,,Við ætluðum að pressa aðeins á þá og við náðum því í byrjun. Síðan duttum við aðeins aftar og þeir voru sterkari í fyrri hálfleik en síðan komum við til baka í seinni."
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur og Dalibor Nedic varnarmaður liðsins voru báðir að mæta sínum gömlu félögum í Víkingi.
,,Þeir þekkja aðeins til hérna í Ólafsvíkinni og það voru nokkur atriði sem við fórum yfir með þeim. Það gekk allt upp í dag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.