Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs var að vonum hæstánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi deild karla með 9-1 sigri á Fjarðabyggð í lokaumferð fyrstu deildarinnar í dag.
„Strákarnir hafa sýnt í dag að við erum klárir í Pepsi deild að ári, það er alveg morgunljóst. Strákana langaði þetta og öllum Þórsurum langaði þetta,“ sagði Páll Viðar í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Það var lítil pressa á okkur í dag. Menn spiluðu bara fyrir gleðina og fyrir áhorfendur og leikurinn var bara flottur af okkar hálfu. Strákarnir eiga þetta svo sannarlega skilið, það er eiginlega það eina sem ég get sagt um þetta.
Það þurfti allt að ganga upp fyrir Þór í dag, ekki þurftu þeir einungis að vinna sinn leik heldur þurftu þeir að treysta á að Fjölnir myndi vinna Leikni í Breiðholtinu, þar sem Leiknismenn hafa unnið alla tíu leiki sína. Það stóðst og Fjölnir vann 3-1 sigur þar sem Pétur Georg Markan skoraði þrennu.
„Fjölnir er með frábært lið og þeir spiluðu upp á stoltið og voru ekki að gefa eitt né neitt frekar en önnur lið í þessari deild. Fjölnismenn eru núna bestu vinir okkar en ég held samt að strákarnir hafi átt þetta skilið sjálfir. Þeir spiluðu þannig að stigataflan sagði okkur það að við værum að fara upp,“ hélt Páll Gísli áfram.
„Ég vil samt minnast á það að þessi leikur var sérstakur að því leiti til að við höfðum allan tímann trú á þessu. Við vorum á leiðinni upp fyrir þennan leik og það stóðst.“
Aðspurður hvort að hann gæti lýst tilfinningunni sem barðist innra með honum eftir leikinn svaraði Páll: „Nei nei, þú heyrir það að ég bulla bara. Þú gætir spurt mig um eitthvað og ég man ekki einu sinni eftir spurningunum. En ég er bara í geðshræringu í dag og stoltur Þórsari í dag, og ég ætla að senda kveðju til Lárusar Orra (Sigurðssonar, fyrrum þjálfara Þórs) sem á stóran þátt í þessu. Ég vildi að hann væri hérna með okkur og ég veit að þetta gleður hans hjarta líka.“
Hann bætti því við að Þórsarar muni standa við gefin loforð og senda Fjölnismönnum þakklætisgjöf fyrir sigurinn gegn Leikni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |