City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   sun 01. janúar 2023 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hasselbaink: Tottenham getur ekki varist

Tottenham hefur verið í miklum vandræðum í undanförnum leikjum en liðið hefur fengið á sig tvö mörk eða meira í síðustu sjö. Af þeim hefur liðið aðeins unnið einn.


Hugo Lloris markvörður liðsins hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í 2-0 tapi liðsins gegn Aston Villa í dag. Hann átti sérstaklega að gera betur í fyrra markinu sem Emi Buendia skoraði.

Jimmy Floyd Hasselbaink fyrrum framherji Chelsea var sérfræðingur hjá Sky Sports í dag en hann sagði málið einfalt.

„Þeir geta ekki varist," sagði Hasselbaink.

Sjá einnig:
Lloris kominn yfir síðasta söludag


Athugasemdir
banner
banner
banner