Stjórnarmenn hjá Bayern Munchen hafa verið ófeimnir við að tjá sig um áform félagsins um leikmannakaup í gegnum árin.
Félagið hefur verið þekkt fyrir að ná í bestu leikmenn andstæðinga sína í þýsku deildinni í gegnum tíðina en leikmenn á borð við Robert Lewandowski og Mario Götze hafa skipt yfir til Bayern.
Félagið hefur verið þekkt fyrir að ná í bestu leikmenn andstæðinga sína í þýsku deildinni í gegnum tíðina en leikmenn á borð við Robert Lewandowski og Mario Götze hafa skipt yfir til Bayern.
Félagið hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Florian Wirtz sem hefur verið frábær með Leverkusen og var lykilmaður í liðinu sem varð þýskur meistari á síðustu leiktíð.
„Fyrir mér er Florian Wirtz besti leikmaður Þýskalands. Það er ekkert leyndarmál að það er ljóst markmið okkar að kaupa hann. ALlir hjá Bayern eru sammála að hann er nákvæmlega sá leikmaður sem við viljum kaupa, ekki til að veikja Leverkusen heldur styrkja okkur," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarmaður félagsins.
Athugasemdir