Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
   mán 01. maí 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Baldur Sig: Garðabær í heild hrifinn af þessu
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík mæta nýliðarnir Stjörnunni úr Garðabæ.

Fótbolti.net ræddi við Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, um leikinn og tímabilið á kynningarfundi deildarinnar á föstudag.

„Það eru allir mjög peppaðir í deildina en þetta er vissulega erfitt verkefni. Við höfum átt mjög erfiða leiki gegn þeim í vetur. Þeir eru nýliðar og það er alltaf gaman að koma upp. Þetta verður krefjandi leikur," segir Baldur.

„Óli er góður þjálfari og mér finnst Grindvíkingar hafa styrkt sig skynsamlega í vetur. Þetta eru leikmenn sem þekkja það að sigra deildina."

Baldur segir að pressan sé öll á FH. „Þetta er liðið sem þarf að velta úr sessi til að taka titilinn. Við teljum okkur vera með hóp og umgjörð til að fara á toppinn. Það er mikill metnaður," segir Baldur sem telur að Stjarnan sé betra lið en fyrir ári síðan.

„Við erum sífellt að þróa okkur og það voru litlar breytingar. Við fengum markmann og erum vel settir í þeirri stöðu. Í heildarpakkanum held ég að við séum aðeins rútíneraðri. Ég er virkilega sáttur við hópinn."

Stjörnumenn hafa verið duglegir á samskiptamiðlum í aðdraganda mótsins, þar á meðal Snapchat þar sem áhugasamir gátu fylgst vel með bak við tjöldin.

„Garðabær í heild var hrifinn af þessu. Það er sjálfsagt að gefa aðeins innsýn inn í það sem við erum að gera," segir Baldur en viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

mánudagur 1. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner