Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík mæta nýliðarnir Stjörnunni úr Garðabæ.
Fótbolti.net ræddi við Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, um leikinn og tímabilið á kynningarfundi deildarinnar á föstudag.
Fótbolti.net ræddi við Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, um leikinn og tímabilið á kynningarfundi deildarinnar á föstudag.
„Það eru allir mjög peppaðir í deildina en þetta er vissulega erfitt verkefni. Við höfum átt mjög erfiða leiki gegn þeim í vetur. Þeir eru nýliðar og það er alltaf gaman að koma upp. Þetta verður krefjandi leikur," segir Baldur.
„Óli er góður þjálfari og mér finnst Grindvíkingar hafa styrkt sig skynsamlega í vetur. Þetta eru leikmenn sem þekkja það að sigra deildina."
Baldur segir að pressan sé öll á FH. „Þetta er liðið sem þarf að velta úr sessi til að taka titilinn. Við teljum okkur vera með hóp og umgjörð til að fara á toppinn. Það er mikill metnaður," segir Baldur sem telur að Stjarnan sé betra lið en fyrir ári síðan.
„Við erum sífellt að þróa okkur og það voru litlar breytingar. Við fengum markmann og erum vel settir í þeirri stöðu. Í heildarpakkanum held ég að við séum aðeins rútíneraðri. Ég er virkilega sáttur við hópinn."
Stjörnumenn hafa verið duglegir á samskiptamiðlum í aðdraganda mótsins, þar á meðal Snapchat þar sem áhugasamir gátu fylgst vel með bak við tjöldin.
„Garðabær í heild var hrifinn af þessu. Það er sjálfsagt að gefa aðeins innsýn inn í það sem við erum að gera," segir Baldur en viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
mánudagur 1. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir