Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 01. maí 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Baldur Sig: Garðabær í heild hrifinn af þessu
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík mæta nýliðarnir Stjörnunni úr Garðabæ.

Fótbolti.net ræddi við Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, um leikinn og tímabilið á kynningarfundi deildarinnar á föstudag.

„Það eru allir mjög peppaðir í deildina en þetta er vissulega erfitt verkefni. Við höfum átt mjög erfiða leiki gegn þeim í vetur. Þeir eru nýliðar og það er alltaf gaman að koma upp. Þetta verður krefjandi leikur," segir Baldur.

„Óli er góður þjálfari og mér finnst Grindvíkingar hafa styrkt sig skynsamlega í vetur. Þetta eru leikmenn sem þekkja það að sigra deildina."

Baldur segir að pressan sé öll á FH. „Þetta er liðið sem þarf að velta úr sessi til að taka titilinn. Við teljum okkur vera með hóp og umgjörð til að fara á toppinn. Það er mikill metnaður," segir Baldur sem telur að Stjarnan sé betra lið en fyrir ári síðan.

„Við erum sífellt að þróa okkur og það voru litlar breytingar. Við fengum markmann og erum vel settir í þeirri stöðu. Í heildarpakkanum held ég að við séum aðeins rútíneraðri. Ég er virkilega sáttur við hópinn."

Stjörnumenn hafa verið duglegir á samskiptamiðlum í aðdraganda mótsins, þar á meðal Snapchat þar sem áhugasamir gátu fylgst vel með bak við tjöldin.

„Garðabær í heild var hrifinn af þessu. Það er sjálfsagt að gefa aðeins innsýn inn í það sem við erum að gera," segir Baldur en viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

mánudagur 1. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner