Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   mán 01. maí 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Baldur Sig: Garðabær í heild hrifinn af þessu
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík mæta nýliðarnir Stjörnunni úr Garðabæ.

Fótbolti.net ræddi við Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, um leikinn og tímabilið á kynningarfundi deildarinnar á föstudag.

„Það eru allir mjög peppaðir í deildina en þetta er vissulega erfitt verkefni. Við höfum átt mjög erfiða leiki gegn þeim í vetur. Þeir eru nýliðar og það er alltaf gaman að koma upp. Þetta verður krefjandi leikur," segir Baldur.

„Óli er góður þjálfari og mér finnst Grindvíkingar hafa styrkt sig skynsamlega í vetur. Þetta eru leikmenn sem þekkja það að sigra deildina."

Baldur segir að pressan sé öll á FH. „Þetta er liðið sem þarf að velta úr sessi til að taka titilinn. Við teljum okkur vera með hóp og umgjörð til að fara á toppinn. Það er mikill metnaður," segir Baldur sem telur að Stjarnan sé betra lið en fyrir ári síðan.

„Við erum sífellt að þróa okkur og það voru litlar breytingar. Við fengum markmann og erum vel settir í þeirri stöðu. Í heildarpakkanum held ég að við séum aðeins rútíneraðri. Ég er virkilega sáttur við hópinn."

Stjörnumenn hafa verið duglegir á samskiptamiðlum í aðdraganda mótsins, þar á meðal Snapchat þar sem áhugasamir gátu fylgst vel með bak við tjöldin.

„Garðabær í heild var hrifinn af þessu. Það er sjálfsagt að gefa aðeins innsýn inn í það sem við erum að gera," segir Baldur en viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

mánudagur 1. maí
17:00 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
19:15 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner