Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 01. júní 2021 23:30
Ástríðan
Af hverju ætti KV ekki að vera í toppbaráttu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í 2. deild fara vel af stað. KV er einu stigi frá toppsætinu eftir fjórar umferðir en Reynir Sandgerði er þremur stigum frá toppnum.

Er möguleiki á því að nýliðarnir blandi sér í toppbaráttuna? Þessari spurningu var velt fyrir sér í Ástríðunni, hlaðvarpsþættinum þar sem fjallað er um neðri deildirnar.

Gylfi Tryggvason, annar af þáttastjórnendum, telur að annar af nýliðunum geti tekið þátt í baráttu um að komast upp.

„Alls ekki Reynir. Ég held að þeir séu engan veginn tilbúnir í það þrátt fyrir að þeir séu að gera flotta hluti. Það er flott starf þarna og þeir styrktu sig helling. Þeir verða bara um miðja deild eða í neðri hlutanum, þeir sogast samt ekki í neina fallbaráttu held ég miðað við hvernig þeir fara af stað," segir Gylfi.

„Hinsvegar sé ég ekki af hverju KV ætti ekki að vera í toppbaráttu? Ég veit ekki hvað vantar? Þeir eru með ótrúlega sterka liðsheild og eru svo þéttir. Þeir pressa hátt og halda boltanum, þeir þvinga mótherjana í að vera aftarlega og þjarma að þeim. Ég fíla svona leikstíl svo mikið."

„KV fer vel af stað, af hverju ættu þeir ekki að berjast í toppbaráttu?"
Ástríðan - Yfirferð yfir 4. umferð - Línur að skýrast?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner