Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. júní 2023 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar lagði upp í sigri Öster - Ari áfram í bikarnum
Rúnar Þór lagði upp fyrsta mark Öster á 4. mínútu
Rúnar Þór lagði upp fyrsta mark Öster á 4. mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson lagði upp mark í 3-2 sigri Öster á Jönköping í sænsku B-deildinni í kvöld.

Rúnar og Alex Þór Hauksson voru báðir í byrjunarliði Öster. Rúnar lagði upp fyrsta mark liðsins á 4. mínútu.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en Öster hafði betur, 3-2, þar sem báðir Íslendingarnir spiluðu allan leikinn.

Öster er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig.

Alfons Sampsted sat þá allan tímann á varamannabekknum er Twente vann Heerenveen, 2-1, í umspili um sæti í Sambandsdeildinni, en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum umspilsins. Síðari leikurinn fer fram á laugardag.

Ari Leifsson var þá á varamannabekk Strömgodset sem vann 2-1 sigur á Eik-Tonsberg í 64-liða úrslitum norska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner