Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. ágúst 2021 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tapið í Evrópudeildinni var sárt - Ný tækifæri á nýju tímabili
Mynd: EPA
Bruno Fernandes miðjumaður Manchester United var mjög sár eftir tap liðsins í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð.

United og Villarreal áttust við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð. Villarreal vann eftir vítaspyrnukeppni.

Fernandes sagði í viðtali að hann hafi verið mjög sár eftir tapið en liðið sé vel undirbúið fyrir komandi tímabil, liðið geti unnið titla.

„Þetta var meira en gremjulegt, þetta var sorglegt af því að allir höfðu unnið svo hart að því að komast í úrslitaleikinn. Við áttum góðan leik og mér fannst að við áttum að vinna í venjulegum leiktíma. Villarreal voru góðir, þeir áttu þetta skilið."

„Öll lið eiga sigurinn skilið, þeir gerðu nógu vel til að vinna leikinn, voru betri en við. Ég er stoltur af því sem við höfum gert, við viljum vinna bikara og við vitum að við eigum möguleika. Ég sé framfarir á liðinu, gæði og hugarfar. Við erum að verða betri með hverjum deginum. Nú er nýtt tímabil og ný tækifæri til að vinna eitthvað."
Athugasemdir
banner
banner
banner