„Mér fannst við vera betri í dag. Svo bara geggjað að hafa klárað þetta almennilega í lokin, ég er bara ánægður.“ sagði Benoný Breki, framherji KR, eftir 4-2 sigur á ÍA í dag. Benoný skoraði fullkomna þrennu í leiknum en hann gerði það á einungis 35 mínútum.
Lestu um leikinn: KR 4 - 2 ÍA
Benoný skoraði fullkomna þrennu í dag en til þess þarf maður að skora með vinstri, hægri og skalla boltann inn. Hann gerði það allt á 35 mínútum.
„Ég er alltaf mættur inn í teig einhvernveginn. Síðan er ég alltaf að skora, ég er ánægður með þetta.“
Benoný segir að KR-liðið verður að klára seinustu leikina almennilega.
„Við vitum allir að þetta hefur ekki verið nógu gott hjá okkur í sumar. Við þurfum að klára þetta almennilega og halda okkur frá falli. Við ætlum að klára alla leikina.“
Afhverju er KR-liðið ekki að ná að byrja seinni hálfleikinn jafn vel og þeir enduðu fyrri hálfleikinn í seinustu leikjum?
„Við þurfum að halda einbeitingunni betur í hálfleik. Við náum geggjuðum fyrri hálfleik síðan þurfum við að fara með sama hugarfar út í seinni hálfleikinn.“
KR á eftir að spila við Val og Víking fyrir tvískiptinguna.
„Ég get ekki beðið. Þetta eru tveir hörkuleikir og ég get ekki beðið eftir þeim. Við ætlum inn í þá af krafti.“ sagði Benoný Breki Andrésson, framherji KR, sem skoraði fullkomna þrennu í 4-2 sigri KR á ÍA í dag.
Nánar er rætt við Benoný í spilaranum hér að ofan.