Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
   sun 01. september 2024 22:00
Sölvi Haraldsson
Skoraði fullkomna þrennu: Er alltaf mættur inn í teig
Benoný Breki fagnar marki gegn ÍA í dag.
Benoný Breki fagnar marki gegn ÍA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera betri í dag. Svo bara geggjað að hafa klárað þetta almennilega í lokin, ég er bara ánægður.“ sagði Benoný Breki, framherji KR, eftir 4-2 sigur á ÍA í dag. Benoný skoraði fullkomna þrennu í leiknum en hann gerði það á einungis 35 mínútum.


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Benoný skoraði fullkomna þrennu í dag en til þess þarf maður að skora með vinstri, hægri og skalla boltann inn. Hann gerði það allt á 35 mínútum.

Ég er alltaf mættur inn í teig einhvernveginn. Síðan er ég alltaf að skora, ég er ánægður með þetta.

Benoný segir að KR-liðið verður að klára seinustu leikina almennilega.

Við vitum allir að þetta hefur ekki verið nógu gott hjá okkur í sumar. Við þurfum að klára þetta almennilega og halda okkur frá falli. Við ætlum að klára alla leikina.

Afhverju er KR-liðið ekki að ná að byrja seinni hálfleikinn jafn vel og þeir enduðu fyrri hálfleikinn í seinustu leikjum?

Við þurfum að halda einbeitingunni betur í hálfleik. Við náum geggjuðum fyrri hálfleik síðan þurfum við að fara með sama hugarfar út í seinni hálfleikinn.

KR á eftir að spila við Val og Víking fyrir tvískiptinguna.

Ég get ekki beðið. Þetta eru tveir hörkuleikir og ég get ekki beðið eftir þeim. Við ætlum inn í þá af krafti.“ sagði Benoný Breki Andrésson, framherji KR, sem skoraði fullkomna þrennu í 4-2 sigri KR á ÍA í dag.

Nánar er rætt við Benoný í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner