Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. október 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli gæti spilað í kvöld
Framtíð Dele Alli verður að ráðast áður en glugginn lokar í næstu viku.
Framtíð Dele Alli verður að ráðast áður en glugginn lokar í næstu viku.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið mikil óvissa í kringum framtíð Dele Alli, sóknarsinnaðan miðjumann Tottenham.

Jose Mourinho er ekki ánægður með hans framlag í leikjum en félög á borð við PSG, Inter og Man Utd eru áhugasöm um að fá hann til sín.

Alli hefur verið skilinn utan hóps í fjórum keppnisleikjum af sex það sem af er tímabils en hann gæti verið með gegn Maccabi Haifa í kvöld, er liðin mætast í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Alli var tekinn útaf í hálfleik í fyrsta keppnisleik tímabilsins gegn Newcastle United og þótti ekki standa sig vel í leik gegn Shkendija ellefu dögum síðar.

„Ég get ekki staðfest hvort Dele verði með eða ekki. Við eigum enn eftir að taka ýmsar ákvarðanir," sagði Mourinho.

„Eina sem ég get sagt er að hann er að haga sér eins og sannur fagmaður. Ég hef ekkert nema virðingu fyrir honum. Þegar liðið var að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Chesea þá æfði Dele eins og brjálæðingur þó hann væri ekki í leikmannahópnum. Ég hefði búist við að sjá hann aðeins rólegri á æfingunni en hann gaf ekkert eftir.

„Hann hefur mína virðingu og virðingu liðsfélaganna, það er mögulegt að hann verði með gegn Maccabi Haifa."

Athugasemdir
banner
banner
banner