
„Þetta er bara rosalegt. Þetta er merkilegt bara og djöfull börðumst við og við hættum aldrei. Þetta var hörkuleikur sem FH gaf okkur ég verð bara að gefa þeim það." sagði Logi Tómasson þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir sigurinn á FH í Mjólkurbikarnum og er liðið bikarmeistari þriðja skiptið í röð.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Víkingur R.
Logi átti mjög góðan leik og spilaði allar 120 mínúturnar í dag og var spurður hvernig honum liði.
„Ég er alveg búin sko. Ég fékk tvo daga til að undirbúa mig fyrir þennan leik og ég er bara búin á því en þýðir ekkert að væla maður þurfti að klára þennan leik svo getur maður leyft sér að hafa gaman í kvöld."
Víkingar komust tvívegis yfir og FH svaraði alltaf skömmu síðar og má segja að þetta hafi verið rosalegur leikur og Logi Tómasson tók undir þau orð.
„Ég myndi bara segja að þetta hafi verið 50/50 leikur og þetta hefði geta farið báðum megin þótt við vorum með tökin á þeim fannst mér, vorum meira með boltann, við vorum að skapa fleiri færi en ef þú skorar ekki þá er alltaf hættulegt að andstæðingurinn komi til baka og skori en svo náðum við að klára þetta og við vorum rock solid í framlengingunni og kláruðum þetta."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir