Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 01. desember 2021 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif: Mjög heillandi að þurfa bæði að standa sig og sýna sig
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna í leik gegn Val í sumar.
Arna í leik gegn Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir gekk í raðir Vals á dögunum frá Þór/KA. Hún hefur verið besti leikmaður Þór/KA undanfarin tímabil en er nú mætt í höfuðborgina. Fótbolti.net ræddi við Örnu, sem er 29 ára varnarmaður, um skiptin og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

„Valur hafði samband fljótlega eftir tímabilið. Ég var búin að heyra af einhverjum smá áhuga og ég ræddi svo við Pétur [Pétursson, þjálfara Vals] í október og fannst mjög spennandi það sem hann hafði að segja," sagði Arna.

Betri hópur og öðruvísi umhverfi
Hún lék með Val tímabilin 2016 og 2017 eftir að hafa leikið erlendis. Ertu að koma í svipað umhverfi og þá?

„Nei, þetta er aðeins öðruvísi. Árið 2015 var mjög erfitt en þegar ég kem var félagið að sanka að sér góðum leikmönnum. Sumar eru ennþá en þetta er aðeins betri hópur, meiri gæði og umhverfið kannski örlítið öðruvísi. Ég fór á mína fyrstu æfingu í gær og leist vel á."

Samkeppnin hjá Val er talsvert meiri en hjá Þór/KA. „Það eru frábærir leikmenn að spila mína stöðu og það er ekkert gefið í þessu sem mér finnst mjög heillandi. Heima var ég langelst og reynslumest, það er kannski asnalegt að tala um að eiga eitthvað, en staðan var samt mín. Hjá Val eru öðruvísi hlutir í gangi og þá þarf maður bæði að standa sig og sýna sig. Það er eitthvað sem mér fannst vera mjög heillandi og eitthvað sem ég er mjög tilbúin í."

„Ég var búin að vera fjögur tímabil heima, ég kom 2018 og þá voru allar þessar stelpur og við vorum með Mexíkóana. Svo dró úr þessu og leikmenn fóru frá félaginu. Síðustu tvö tímabil voru mjög krefjandi. Ég var langelst og mikið af ungum stelpum sem var að vissu leyti gaman að taka þátt í samt - ég ætla ekki að gera lítið úr því, en þægindaramminn varð stærri og stærri og mér fannst kominn tími til þess að stuða sjálfa mig aðeins meira. Mér fannst þetta mjög gott skref til að gera það."


Alls ekki fúl við Þór/KA
Varstu svekkt við Þór/KA í leikmannamálum?

„Nei, við reynum alltaf allt en það er hrikalega erfitt að fá stelpur, sérstaklega frá höfuðborginni norður, það hefur alltaf verið erfitt. Við höfum alltaf verið mjög góð í að fá útlendinga en það einhvern veginn gekk ekki upp fyrir okkur síðustu tvö tímabil - sumir leikmenn voru alveg að vaxa þegar leið á en voru ekki það sem við þurftum með ungt og óreynt lið. Við hefðum þurft meiri styrkingu."

„En ég myndi alls ekki segja að ég væri fúl við Þór/KA að gera ekki meira. Það var líka tekin ákvörðun um að gefa ungum stelpum tækifæri sem er mjög gott að geta gert en markmið og kröfur voru ekki í samræmi við leikmannahóp."

„Síðustu tvö tímabil hafa verið mjög lærdómsrík. Núna hafa ungir leikmenn spilað tvö heil tímabil og eru bara að verða betri. Það er margt bjart í þessu líka,"
sagði Arna.

Í viðtalinu er hún einnig spurð út í atvinnumennsku og landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner