Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   lau 02. mars 2024 17:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Nunez skoraði á lokasekúndunum - Chelsea og Brentford skildu jöfn
Mynd: Getty Images

Liverpool vann gríðarlega dramatískan og mikilvægan sigur á Nottingham Forest í úrvalsdeildinni í dag.


Liverpool var langt frá sínu besta í dag en Darwin Nunez kom inn á sem varamaður eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla undanfarið.

Hann reyndist hetja liðsins þegar hann skallaði boltann í netið á lokasekúndunum í uppbótatíma eftir fyrirgjöf frá Alexis Mac Allister.

Chelsea lenti í vandræðum með Brentford en Nicolas Jackson kom Chelsea yfir í leiknum. Mads Roerslav Rasmussen jafnaði metin og Yoanne Wissa kom Brentford yfir þegar hann skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu.

Það var síðan Axel Disasi sem jafnaði metin fyrir Chelsea og það reyndist síðasta mark leiksins.

Tottenham vann endurkomusigur á Crystal Palace þar sem Timo Werner og Christian Romero skoruðu seint í leiknum eftir að Eberechi Eze kom Palace yfir í fyrri hálfleiknum. Heung Min Son innsiglaði síðan sigur Tottenham.

Alphonse Areola varði vítaspyrnu frá Beto þegar Everton og West Ham mættust en Beto bætti upp fyrir það og kom Everton yfir áður en Kurt Zouma jafnaði. Það var síðan Tomas Soucek sem kom West Ham yfir með marki í uppbótatíma. Edson Alvarez gulltryggði síðan sigurinn.

Fulham og Newcastle unnu sterka 3-0 sigra hvor.

Brentford 2 - 2 Chelsea
0-1 Nicolas Jackson ('35 )
1-1 Mads Roerslev Rasmussen ('50 )
2-1 Yoane Wissa ('69 )
2-2 Axel Disasi ('83 )

Everton 1 - 3 West Ham
0-0 Beto ('45 , Misnotað víti)
1-0 Beto ('56 )
1-1 Kurt Zouma ('62 )
1-2 Edson Alvarez ('90 )
1-3 Tomas Soucek ('90 )

Fulham 3 - 0 Brighton
1-0 Harry Wilson ('21 )
2-0 Rodrigo Muniz ('32 )
3-0 Adama Traore ('90 )

Newcastle 3 - 0 Wolves
1-0 Alexander Isak ('14 )
2-0 Anthony Gordon ('33 )
3-0 Valentino Livramento ('90 )

Nott. Forest 0 - 1 Liverpool
0-1 Darwin Nunez ('90 )

Tottenham 3 - 1 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze ('59 )
1-1 Timo Werner ('77 )
2-1 Cristian Romero ('80 )
3-1 Son Heung-Min ('88 )


Athugasemdir
banner
banner
banner