Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirmyndin Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Neco Williams.
Neco Williams.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er fyrirmynd fyrir aðra unga leikmenn Liverpool að mati Neco Williams.

Williams er 18 ára gamall hægri bakvörður sem er á mála hjá Liverpool. Hann hefur á þessu tímabili komið við sögu í fimm bikarleikjum með aðalliði Liverpool.

Alexander-Arnold, sem er 21 árs, kom upp í gegnum akademíu Liverpool og byrjaði að spila með aðalliðinu 2016/17 tímabilið. Í dag hefur hann sannað sig sem einn allra besti hægri bakvörður í heimi - ef ekki sá besti.

Williams hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og hann er að læra af Alexander-Arnold.

„Trent var í akademíunni frá unga aldri og hann er búinn að vinna sig upp. Núna er hann einn besti hægri bakvörður í heimi og hann er að spila ótrúlega vel."

„Þetta opnar augun fyrir alla sem eru í akademíunni að það er mögulegt að vinna sig upp. Það skiptir ekki máli hvaða stöðu þú spilar í."

„Þegar ég æfi þá reyni ég auðvitað að einbeita mér að mér sjálfum og mínum leik en á sama tíma, þá horfi ég á Trent og fylgist með hvernig hann spilar. Ég reyni að taka hluti sem hann gerir inn í minn leik. Það hjálpar mér að bæta mig sem leikmaður."

Williams hefur verið á bekknum í nokkrum úrvalsdeildarleikjum, en bíður enn eftir fyrsta deildarleiknum. Honum finnst skemmtilegt að vinna með Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

„Hann er ótrúlegur með alla ungu leikmennina. Þegar við þurfum hjálp eða stuðning þá er hann alltaf til staðar. Hann kemur alveg eins fram við alla leikmennina," segir Williams við heimasíðu Liverpool.

Sjá einnig:
„Ógnvekjandi að hugsa til þess að Alexander-Arnold sé 21 árs"
Athugasemdir
banner
banner
banner