
„Ég er mjög sáttur við þennan leik. Það er erfitt að spila á móti FH. Þær eru með gott lið og við berum mikla virðingu fyrir þeim," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 3 - 0 KR
„FH spilar skemmtilegan fótbolta og reyna endalaust að koma þér í vandræði með því að pressa þig út um allt. Þetta er skemmtilegt lið," sagði Pétur en hann var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs.
Arna Eiríksdóttir var lánuð frá Val til FH eftir fyrsta leik í deildinni en hún var ekki með í dag. Oftast er gert samkomulag þegar leikmenn eru lánaðir á milli liða um að þeir megi ekki spila gegn eigin liði. Kom aldrei til greina að leyfa Örnu að spila þennan leik?
„Hún spurði mig ekkert að því," sagði Pétur léttur. „FH spurði mig ekkert að því þannig að ég þurfti ekkert að svara."
Hefði hann svarað spurningunni játandi ef FH hefði beðið um að hún myndi fá að spila þennan leik? „Ég ætla ekki að segja þér það," sagði Pétur og hló en hann var ánægður með þennan sigur í kvöld.
Athugasemdir