Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 02. maí 2023 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Origo vellinum
Pétur Péturs: FH spurði mig ekki þannig að ég þurfti ekki að svara
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur við þennan leik. Það er erfitt að spila á móti FH. Þær eru með gott lið og við berum mikla virðingu fyrir þeim," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  0 KR

„FH spilar skemmtilegan fótbolta og reyna endalaust að koma þér í vandræði með því að pressa þig út um allt. Þetta er skemmtilegt lið," sagði Pétur en hann var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs.

Arna Eiríksdóttir var lánuð frá Val til FH eftir fyrsta leik í deildinni en hún var ekki með í dag. Oftast er gert samkomulag þegar leikmenn eru lánaðir á milli liða um að þeir megi ekki spila gegn eigin liði. Kom aldrei til greina að leyfa Örnu að spila þennan leik?

„Hún spurði mig ekkert að því," sagði Pétur léttur. „FH spurði mig ekkert að því þannig að ég þurfti ekkert að svara."

Hefði hann svarað spurningunni játandi ef FH hefði beðið um að hún myndi fá að spila þennan leik? „Ég ætla ekki að segja þér það," sagði Pétur og hló en hann var ánægður með þennan sigur í kvöld.
Athugasemdir
banner