Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   fös 02. júní 2023 14:29
Elvar Geir Magnússon
Ortega í marki Man City í úrslitaleiknum gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Stefan Ortega verður í marki Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins á morgun, þegar City mætir Manchester United.

Þessi þrítugi Þjóðverji er varamarkvörður City en hefur varið mark liðsins í bikarleikjum. Hann mun halda því áfram á morgun.

„Hann er að fara að spila. Það hefur alltaf verið þannig hjá mér, líka hjá Barcelona og München. Markvörðurinn sem spilar í bikarnum spilar líka úrslitaleikinn," segir Guardiola. Ederson verður því á bekknum á Wembley.

Ortega kom til City frá Arminia Bielefeld á síðasta ári.

Guardiola var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort City hefði æft vítaspyrnur fyrir leikinn?

„Það er mikilvægt að vera með einbeitinguna á réttum stöðum, margir úrslitaleikir fara í framlengingar og vítakeppnir."

Manchester City vonast til að vinna þrennuna, 10. júní leikur liðið úrslitaleik gegn Inter í Meistaradeildinni.

Úrslitaleikur Manchester City og Manchester United verður klukkan 14 á morgun.
Athugasemdir
banner