Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   mán 02. ágúst 2021 23:25
Victor Pálsson
Zirkzee á leið til Belgíu
Joshua Zirkzee, leikmaður Bayern Munchen, er á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir ytra.

Zirkzee er efnilegur sóknarmaður sem hefur spilað 16 aðalliðsleiki fyrir Bayern og skorað í þeim fjögur mörk.

Leikmaðurinn var lánaður til Parma seinni hluta síðasta tímabils en mistókst þar að skora í fjórum leikjum.

Anderlecht er nú að tryggja sér þennan spennandi leikmann ef marka má heimildir blaðamanna bæði Sport1 og HLN.

Zirkzee er 193 sentímetrar á hæð og mun Anderlecht horfa á hann sem mikilvægt vopn í sóknarlínunni.

Athugasemdir
banner