Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Helena Ólafs spáir í leiki helgarinnar í Pepsi Max-deild kvenna
Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig fer stórleikur Vals og Breiðabliks á morgun?
Hvernig fer stórleikur Vals og Breiðabliks á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og ÍBV mætast í mkilvægum leik.
FH og ÍBV mætast í mkilvægum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fer fram um helgina. Topplið Vals og Breiðabliks mætast í hálferðum úrslitaleik á Hlíðarenda á morgun og í botnbaráttunni er mikil spenna.

Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi í Pepsi Max-mörkunum, spáir í leikina að þessu sinni en Þorlákur Árnason var með þrjá rétta í síðustu umferð.

Stjarnan 2 - 1 Fylkir (14:00 á morgun)
Ég hallast að því að Stjarnan taki þennan leik á heimavelli. Stjörnuliðið lítur fanta vel út þessa stundina. Munar miklu um að fá Önnu Maríu og Málfríði Ernu inn í hjarta varnarinnar og svo er Erin frábær þar fyrir aftan. Stjarnan er líka með öfluga framherja sem klára færi og ég held að Stjarnan vinni þennan leik með einu marki. Fylkir mun skora og ég held að Bryndís sjái um það en mér hefur fundist þær svolítið upp og niður og spurningin er hvernig þetta stóra tap fyrir Val fari með sjálfstraustið.

Valur 3 - 3 Breiðablik (17:00 á morgun)
Þvílík spenna fyrir þennan leik. Ég held að það verði mikið um mörk enda skarta bæði lið frábærum sóknarmönnum. Ég get varla beðið eftir þessari skemmtun. Ég held að þessi leikur veri ólíkur fyrri leik liðanna í sumar þegar Blikar unnu Val 4-0 sem voru óvenjulegar tölur miðað við þessi tvö lið. Valur hefur verið að finna sig betur og Blikar haldið sínu striki. Valsliðið veit að þær þurfa að vinna og munu sækja sigurinn en það getur líka verið hættulegt að sækja of mikið gegn sókndjörfu liði Blika. Ég á mjög erfitt með að spá en held að þetta fari jafntefli miðað við báða leiki liðanna í fyrra. Sveindís og Agla María verða í markaskorun Blika en Elín Metta og Hlín eru líklegar hjá Val. Svo er spurning hvort Pétur tefli fram nýjasta trompinu sínu henni Mist.

Þróttur 2 - 2 KR (13:00 á sunnudag)
Fallbaráttu slagur og gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. KR liðið hreinlega verður að vinna þennan leik og geri þær það eru þær komnar inn í pakkann og gætu öðlast smá trú við það.
Þróttarliðið lítur hinsvegar mjög vel út þessa dagana og eru væntanlega með meira sjálfstraust en KR þessa stundina. Svo skiptir máli að þær eru á heimavelli og eiga frábæra stuðningsmenn. Ég ætla að spá því að þessi leikur fari jafntefli 2-2. Alma og Guðmunda Brynja skora fyrir KR en gæti trúað að Ólöf Sigríður og jafnvel Mary Alice setji hann fyrir Þrótt.

Þór/KA 2 - 1 Selfoss (13:30 á sunnudag)
Svolítið erfitt að spá fyrir um þennan leik. Selfoss liðið er ekki eins beitt eftir að Hólmfríður og Anna Björk fóru og Þór/KA er að berjast fyrir veru sinni í deildinni. Held að það sé meira undir hjá Þór/KA sem fær þær til að leggja líf og sál í þennan leik. Reikna því með heimasigri 2-1. Það er líka alltaf stemning fyrir norðan og vel mætt á völlinn. Margrét Árna og Arna Sif gætu séð um markaskorun norðan stelpna en Tiffany setur hann fyrir Selfoss enda verið iðin við það undanfarið.

ÍBV 2 - 1 FH (14:00 á sunnudag)
Hér kemur enn einn leikurinn sem mikið er undir. FH hreinlega verður að vinna til að koma sér úr fallsæti. Það vantaði margar lykilmenn hjá ÍBV í síðustu umferð á móti Blikum. Spurningin er hvort þær verði klárar í þennan leik. Ég hef smá áhyggjur af FH því mér finnst spennustigið hátt þegar mikið er undir. Ég á von á heimasigri hjá ÍBV og gæti trúað að þessi leikur endi með eins marks sigri heimaliðsins. FH skorar alltaf enda er Pho þannig leikmaður að hún spilar ekki leik nema að skora mark. Þvílíkur fengur fyrir FH. ÍBV setur hinsvegar tvö mörk og kæmi ekki ekki á óvart ef Olga og Karline væru á meðal markaskorara.

Fyrri spámenn
Kristín Ýr Bjarnadóttir - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir
Bjarni Helgason - 3 réttir
Gunnar Magnús Jónsson - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Þorlákur Árnason - 3 réttir
Glódís Perla Viggósdóttir - 2 réttir
Natasha Anasi - 2 réttir
Oliver Sigurjónsson - 2 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir
Gunnar Borgþórsson - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner