Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum Víkings R. í Bestu-deildinni í kvöld. Leikar enduðu 3-1 fyrir þeim bláklæddu í stórskemmtilegum leik. Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 Víkingur R.
„Ég er mjög ánægður, í fyrsta lagi mjög skemmtilegur leikur. Ég held að fólk hafi fengið slatta fyrir peninginn. Fullt af færum tvö góð lið. Liðin skiptust á að þrýsta hvort öðru niður."
Jökull var snortinn af stuðningnum sem liðið fékk
„Það sem stendur upp úr er fólkið okkar, stuðningurinn og tengslin við stúkuna bara ótrúlegt. Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt."
Stjarnan tryggði sér sæti í í forkeppni Sambandsdeildarinnar
„Það er frábært og gott næsta skref. Liðið á það skilið, þeir eru búnir að vinna fyrir því. Það verður gaman fyrir hópinn að fara með það inn í veturinn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir