Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 02. október 2023 22:49
Kári Snorrason
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum Víkings R. í Bestu-deildinni í kvöld. Leikar enduðu 3-1 fyrir þeim bláklæddu í stórskemmtilegum leik. Jökull Elísarbetarson þjálfari Stjörnunnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er mjög ánægður, í fyrsta lagi mjög skemmtilegur leikur. Ég held að fólk hafi fengið slatta fyrir peninginn. Fullt af færum tvö góð lið. Liðin skiptust á að þrýsta hvort öðru niður."

Jökull var snortinn af stuðningnum sem liðið fékk

„Það sem stendur upp úr er fólkið okkar, stuðningurinn og tengslin við stúkuna bara ótrúlegt. Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt."

Stjarnan tryggði sér sæti í í forkeppni Sambandsdeildarinnar

„Það er frábært og gott næsta skref. Liðið á það skilið, þeir eru búnir að vinna fyrir því. Það verður gaman fyrir hópinn að fara með það inn í veturinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner