Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mán 02. október 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kæmi ekki á óvart ef Sveinn fengi nýjan samning - Spurning með Hauk Pál
Haukur Páll hefur verið í fjórtán tímabil hjá Val.
Haukur Páll hefur verið í fjórtán tímabil hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sveinn Sigurður rís upp í teignum gegn FH í gær.
Sveinn Sigurður rís upp í teignum gegn FH í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var spurður út í framtíð þeirra Hauks Páls Sigurðssonar og Sveins Sigurðar Jóhannessonar eftir sigurleikinn gegn FH í gær. Bæði Haukur og Sveinn voru í byrjunarliði Vals en Haukur þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir að hafa komið Val yfir í leiknum.

Samningar þeirra Hauks og Sveins renna út í lok tímabilsins.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

„Það verður bara að sjá hvernig staðan verður með Hauk. Hann er ekki búinn að fá mikinn spiltíma með okkur. Þrátt fyrir það er hann búinn að vera frábær fyrir okkur, sem sýnir alvöru leiðtoga."

„Svenni (Sveinn Sigurður) er búinn að sitja mikið á bekknum og er að fá mínútur núna. Hann er búinn að standa sig gífurlega vel. Það kæmi mér ekkert á óvart ef það væri gert eitthvað þar. Svo bara skoðum við hina stöðuna (stöðu Hauks Páls),"
sagði Arnar.

Sveinn Sigurður er 28 ára markvörður sem hefur verið hjá Val síðan 2018. Hann hefur varið mark Valsliðsins í undanförnum leikjum í fjarveru Frederik Schram sem glímir við meiðsli.

Ef Valur býður mér samning þá skoða ég það
Haukur Páll var til viðtals eftir leikinn í gær og var spurður út í framtíð sína. Hann var spurður hvort hann gæti staðfest að þetta hefði verið hans síðasti heimaleikur sem leikmaður Vals.

„Nei. Ég er að renna út af samning og það verður bara að koma í ljós. Klúbburinn verður eiginlega bara að svara. Það er ekki ég sem býð mér nýjan samning en ég er ekki hættur í fótbolta. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Um leið og ég fæ leið á þessu mun ég hætta. Ég er í toppformi og langar ekki að hætta í fótbolta. En þú verður að fá svar við þessari spurningu frá einhverjum öðrum en mér," sagði Haukur.

Langar hann að vera áfram í Val?

„Mig langar bara að halda áfram í fótbolta. Ef Valur býður mér nýjan samning þá skoða ég það. Hvað sem það verður, það verður bara að koma í ljós," sagði fyrirliðinn.

Hann er 36 ára miðjumaður sem hefur byrjað þrjá leiki í deildinni í sumar og komið inn á í tíu leikjum.
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner