Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 03. janúar 2020 10:20
Elvar Geir Magnússon
Boateng orðaður við Arsenal
Mun Arsenal sækja Boateng?
Mun Arsenal sækja Boateng?
Mynd: Getty Images
Þýskir fjölmiðlar segja að Arsenal hafi áhuga á Jerome Boateng, varnarmanninum reynda hjá Bayern München.

Calum Chambers spilar ekki meira á tímabilinu og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill fá inn miðvörð í glugganum.

Dayot Upamecano, varnarmaðurinn ungi hjá RB Leipzig, og Samuel Umtiti hjá Barcelona hafa verið orðaðir við Arsenal.

Sky Sports í Þýskalandi segir að Arsenal horfi til Boateng til að styrkja öftustu línu en varnarleikur enska liðsins hefur verið dapur á tímabilinu.

Sagt er að Arsenal hafi þegar sett sig í samband við Bayern sem er tilbúið að selja hinn 31 árs Boateng fyrir um 13 milljónir punda.

Tierney frá í þrjá mánuði
Annars er það að frétta af meiðslalista Arsenal að Kieran Tierney, bakvörðurinn sem kom frá Celtic, fór í vel heppnaða aðgerð á öxl. Hann mun ekki snúa til æfinga að fullu fyrr en í mars.

Tierney hefur aðeins spilað ellefu leiki síðan hann var keyptur síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner