Enski varnarmaðurinn Rob Holding tekur toppbaráttuslaginn með Sheffield United í ensku B-deildinni en hann kemur til félagsins á láni frá Crystal Palace.
Holding er 29 ára gamall miðvörður sem var á mála hjá Arsenal í sjö ár áður en hann samdi við Palace árið 2023.
Englendingurinn hefur aðeins spilað einn leik frá því hann kom til félagsins, sem var gegn Manchester United í enska deildabikarnum á síðasta tímabili.
Hann hefur ekki fengið tækifærið síðan og verið algerlega frystur út úr liðinu. Fjölmiðlar þar í landi segja að ágreiningur hafi komið upp milli Holding og Oliver Glasner, stjóra liðsins.
Holding hefur verið að spila með U21 árs liðinu og þótt mikil fyrirmynd þar, en hann vildi auðvitað spila meistaraflokksfótbolta og nú hefur hann fengið það tækifæri á ný.
Varnarmaðurinn er mættur til Sheffield United á láni út tímabilið og mun klárlega hjálpa liðinu í baráttu um að komast upp í úrvalsdeildina.
Englendingurinn er nýjasti tengdasonur Íslands en hann og íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hafa verið í sambandi síðustu mánuði.
Hold on, the night is still young ???? pic.twitter.com/iptKO6lFkl
— Sheffield United (@SheffieldUnited) February 3, 2025
Athugasemdir