Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 03. maí 2023 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
T. Elmar: Þetta er aðeins meira þolinmæðisverk en við bjuggumst við
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður auðvitað ekki vel, þrír tapleikir í röð og núll mörk skoruð. Það er þungt yfir hópnum en að sama skapi þarf að hafa trú á því sem við erum að gera. Við erum að koma inn með fullt af nýjum hlutum, fullt af nýjum leikmönnum - ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að okkur sé að verða það ljóst að þetta sé aðeins meira þolinmæðisverk en við bjuggumst kannski við," sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, sem verður kallaður Elmar hér að neðan.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 HK

„Við höfum 100% trú á því sem við erum að gera, sköpum aftur alveg nóg til að skora mörk í dag. Við þurfum að fókusera á það og taka það með okkur í næsta leik. Erfiður leikur næst og ég held það sé bara jákvætt fyrir okkur að fá svolitla áskorun í næsta leik."

Jakob Franz Pálsson, leikmaður KR, fékk rauða spjaldið í byrjun seinni hálfleiks og virtust KR-ingar fara enn meira upp á tærnar við það.

„Við vorum með leikplan fyrir leikinn, ætluðum að halda boltanum og þreyta þá. Við vissum að þeir myndu standa lágt og það yrði þolinmæðisverk að sigrast á þeim. Svo fáum við þetta skítamark þarna í byrjun og það breytir svolítið leiknum. Við náum ekki alveg að setja nógu mikið tempó til að opna þá og þeir gerðu vissulega vel að drepa leikinn. Það var eins og menn slepptu af sér beislinu eftir rauða spjaldið, hugarfarið væri eins og menn hefðu engu að tapa, það sýndi gæðin í leikmönnum okkar og við vorum bara betra liðið 10 á móti 11 í 40 mínútur."

„Já, það er grátlegt. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna, skot í stöng, einn á móti markmanni og skalli af 4-5 metrum. Það er hundsvekkjandi að skora ekki. Sérstaklega þar sem stemningin í stúkunni er búin að vera frábær og leiðinlegt að geta ekki gefið þeim eitthvað fyrir sinn pening. En eins og ég segi þá höfum við fulla trú á þessu sem við erum að gera. Við stöndum saman allir sem einn, eins og alltaf. Við munum alveg 100% rísa upp úr þessu."


Elmar segir að KR hafi átt að fá víti í leiknum. Hann var spurður út í dómgæsluna í leiknum og viðskipti sín við Arnþór Ara í lok leiks. Svör hans við þeim spurningum má sjá í spilaranum efst.

Komnir með bakið upp við vegg
Uppskeran hjá KR er fjögur stig úr fimm leikjum sem er ekki ásættanlegt. Næsti leikur er útileikur á móti nágrönnunum í Val á sunnudag.

„Núna erum við svolítið komnir með bakið upp við vegg, þurfum bara að þjappa okkur saman - hvernig sem við gerum það. Spilið út á vellinum hefur verið fínt en við þurfum alveg klárlega að skerpa okkur fyrir framan bæði mörkin," sagði Elmar að lokum.
Athugasemdir
banner