Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Mætir sínu gamla félagi - „Við fáum bara að sjá það bráðum"
Selma í leik með Breiðabliki í Meistaradeildinni.
Selma í leik með Breiðabliki í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það féll þannig skemmtilega til að Selma Sól Magnúsdóttir mun mæta sínu gamla félagi, Breiðabliki, í Meistaradeildinni þegar Evrópumótinu er lokið.

Það var dregið í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði. Valur og Breiðablik voru í pottinum.

Fyrirkomulagið verður alveg eins og í fyrra þegar fjögur lið voru dregin saman og mætast svo innbyrðis í undanúrslitum og svo í úrslitaleik um að komast áfram í aðra umferð forkeppninnar.

Breiðablik mætir Rosenborg í undanúrslitunum, liði Selmu.

„Það verður bara gaman sko, skrýtið en gaman. Ég er mjög spennt fyrir því,” sagði Selma í samtali við Fótbolta.net um það að mæta Blikum.

Hvernig myndi hún miða Rosenborg, sem er eitt besta lið Noregs, saman við Blika? „Við fáum bara að sjá það bráðum. Það er erfitt að miða við, en það eru kannski fleiri betri leikmenn svona heilt yfir; fleiri betri á æfingu (í Rosenborg)."

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem var tekið við Selmu í gær.
Selma Sól á leið á sitt fyrsta mót: Forréttindi að fá að vera hérna
Athugasemdir
banner
banner