Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   sun 03. september 2023 18:06
Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már flytur til Svíþjóðar - Búinn að hafa samband við Hammarby
Birkir Már í leik með Val í sumar. Hann skoraði og lagði upp í dag en stendur á tímamótum því hann hefur keypt hús í Svíþjóð.
Birkir Már í leik með Val í sumar. Hann skoraði og lagði upp í dag en stendur á tímamótum því hann hefur keypt hús í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir útilokar ekki að spila með Val áfram þó það henti honum betur að finna lið í Svíþjóð.
Birkir útilokar ekki að spila með Val áfram þó það henti honum betur að finna lið í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Már Sævarsson varnarmaður Vals hefur keypt sér hús í Svíþjóð og haft samband við Hammarby til að kanna hvort hann eigi kost á að snúa aftur þangað. Hann útilokar þó ekki að spila áfram með Val á næstu leiktíð.

Þetta staðfesti Birkir Már við Fótbolta.net í dag. Hann lék áður hjá Hammarby 2015-2017 en liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Birkir Már verður fertugur 11. nóvember næstkomandi en ætlar sér að halda áfram í fótbolta enda kroppurinn í góðu standi.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 HK

„Ég er ekki búinn að ákveða að hætta í fótbolta," sagði Birkir Már við Fótbolta.net eftir 4 - 1 sigur á HK í kvöld.

„Fjölskyldan er að flytja til Svíþjóðar og það er ekkert leyndarmál. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera en samningurinn rennur út einhvern tíma í nóvember. Ég er opinn fyrir að halda áfram að spila hvort sem það er hérna eða ef það er eitthvað lið sem vill fá mig úti, þá er það fullkomið. Ég ætla að halda öllu opnu. Mig langar ekki að hætta í fótbolta strax því kroppurinn er góður og mér líður vel. Mér finnst gaman að spila fótbolta svo vonandi fæ ég tækifæri til að spila áfram. Það er bara spurning hvar það verður."

Er líklegt að þú sért hættur að spila á Íslandi eða? - „Nei nei, ekkert endilega. Ég er opinn fyrir því að vera áfram í einhvern tíma í viðbót. Hversu lengi veit ég ekki en ég er opinn fyrir að spila hérna eða úti. Ekki það að ég sé mjög bjartsýnn að einhver vilji fá fertugan mann í eitthvað lið úti, ég ætla að sjá hvað gerist eftir tímabilið."

Ertu ekkki búinn að sýna að þú hefur gæðin ennþá? - „Jú en það er bara svo mikið horft á kennitöluna. Ég veit í raun ekki hvað framtíðin ber í skauti sér núna. Þetta er rosalega óljóst eitthvað."

Afhverju Svíþjóð? - „Okkur leið vel í Svíþjóð og fjölskyldan er búin að tala um það lengi að fara aftur til baka. Við vissum ekki hvenær það yrði en svo atvikaðist það þannig að okkur langaði út núna. Við ákváðum að slá til.

Hvar er þetta í Svíþjóð? - „Rétt fyrir utan Stokkhólm, á sama stað og við vorum.

Hvaða lið ertu búinn að skoða, sem þig langar að banka á dyrnar og spyrja hvort þú megir æfa? „Ég sendi lauslega línu á Hammarby en þeir eru með það gott lið að ég er ekkert svakalega bjartsýnn á að það verði að veruleika. Svo ætla ég að skoða aðeins í kringum mig og sé hvort Valsararnir vilji hafa mig áfram. Það er ekki komið ennþá en ég er ekkert að stressa mig á því, ég hef góðan tíma."

Fékkstu svar frá Hammarby? - „Já, ég fékk svar, og það er ekki komið nei eða já, þeir ætla að skoða þetta eitthvað."

Þeir hljóta að kíkja á leikinn þinn í dag og sjá markið og stoðsendinguna? - „Ég sendi þeim kannski einhverjar myndir úr þessum leik. Nei nei, þeir eru að gera vel og eru með frábært lið. Ég er ekkert rosalega bjartsýnn að þeir taki inn einhvern gamlingja. Ég er til í allt og ætla að hafa allt opið."


Athugasemdir
banner
banner
banner