Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 03. september 2023 18:06
Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már flytur til Svíþjóðar - Búinn að hafa samband við Hammarby
Birkir Már í leik með Val í sumar. Hann skoraði og lagði upp í dag en stendur á tímamótum því hann hefur keypt hús í Svíþjóð.
Birkir Már í leik með Val í sumar. Hann skoraði og lagði upp í dag en stendur á tímamótum því hann hefur keypt hús í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir útilokar ekki að spila með Val áfram þó það henti honum betur að finna lið í Svíþjóð.
Birkir útilokar ekki að spila með Val áfram þó það henti honum betur að finna lið í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Már Sævarsson varnarmaður Vals hefur keypt sér hús í Svíþjóð og haft samband við Hammarby til að kanna hvort hann eigi kost á að snúa aftur þangað. Hann útilokar þó ekki að spila áfram með Val á næstu leiktíð.

Þetta staðfesti Birkir Már við Fótbolta.net í dag. Hann lék áður hjá Hammarby 2015-2017 en liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Birkir Már verður fertugur 11. nóvember næstkomandi en ætlar sér að halda áfram í fótbolta enda kroppurinn í góðu standi.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 HK

„Ég er ekki búinn að ákveða að hætta í fótbolta," sagði Birkir Már við Fótbolta.net eftir 4 - 1 sigur á HK í kvöld.

„Fjölskyldan er að flytja til Svíþjóðar og það er ekkert leyndarmál. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera en samningurinn rennur út einhvern tíma í nóvember. Ég er opinn fyrir að halda áfram að spila hvort sem það er hérna eða ef það er eitthvað lið sem vill fá mig úti, þá er það fullkomið. Ég ætla að halda öllu opnu. Mig langar ekki að hætta í fótbolta strax því kroppurinn er góður og mér líður vel. Mér finnst gaman að spila fótbolta svo vonandi fæ ég tækifæri til að spila áfram. Það er bara spurning hvar það verður."

Er líklegt að þú sért hættur að spila á Íslandi eða? - „Nei nei, ekkert endilega. Ég er opinn fyrir því að vera áfram í einhvern tíma í viðbót. Hversu lengi veit ég ekki en ég er opinn fyrir að spila hérna eða úti. Ekki það að ég sé mjög bjartsýnn að einhver vilji fá fertugan mann í eitthvað lið úti, ég ætla að sjá hvað gerist eftir tímabilið."

Ertu ekkki búinn að sýna að þú hefur gæðin ennþá? - „Jú en það er bara svo mikið horft á kennitöluna. Ég veit í raun ekki hvað framtíðin ber í skauti sér núna. Þetta er rosalega óljóst eitthvað."

Afhverju Svíþjóð? - „Okkur leið vel í Svíþjóð og fjölskyldan er búin að tala um það lengi að fara aftur til baka. Við vissum ekki hvenær það yrði en svo atvikaðist það þannig að okkur langaði út núna. Við ákváðum að slá til.

Hvar er þetta í Svíþjóð? - „Rétt fyrir utan Stokkhólm, á sama stað og við vorum.

Hvaða lið ertu búinn að skoða, sem þig langar að banka á dyrnar og spyrja hvort þú megir æfa? „Ég sendi lauslega línu á Hammarby en þeir eru með það gott lið að ég er ekkert svakalega bjartsýnn á að það verði að veruleika. Svo ætla ég að skoða aðeins í kringum mig og sé hvort Valsararnir vilji hafa mig áfram. Það er ekki komið ennþá en ég er ekkert að stressa mig á því, ég hef góðan tíma."

Fékkstu svar frá Hammarby? - „Já, ég fékk svar, og það er ekki komið nei eða já, þeir ætla að skoða þetta eitthvað."

Þeir hljóta að kíkja á leikinn þinn í dag og sjá markið og stoðsendinguna? - „Ég sendi þeim kannski einhverjar myndir úr þessum leik. Nei nei, þeir eru að gera vel og eru með frábært lið. Ég er ekkert rosalega bjartsýnn að þeir taki inn einhvern gamlingja. Ég er til í allt og ætla að hafa allt opið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner