Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   sun 03. desember 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Scholes um Rashford: Gerði meira ógagn en gagn
Mynd: EPA
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, átti einn sinn slakasta leik í treyju félagsins á þessu tímabili í 1-0 tapinu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Rashford komst aldrei í takt við leikinn. Toni Livramento, bakvörður Newcastle, var með Rashford í rassvasanum og endaði það með því að Erik ten Hag tók Englendinginn af velli þegar hálftími var eftir.

Sóknarmaðurinn nennti lítið að hlaupa til baka og verjast og bitnaði það oftar en ekki á Harry Maguire og Luke Shaw. Sama átti við um Alejandro Garnacho og Anthony Martial.

Sky gaf Rashford 4 í einkunn fyrir frammistöðuna, en þegar honum var skipt af velli þá var hann hissa á svip.

„Er hann hissa? Ég skil þetta ekki. Hann heldur að hann eigi enn að vera inn á vellinum. Hann var að gera meira ógagn en gagn fyrir liðið,“ sagði Scholes eftir leikinn.

Rashford var markahæsti leikmaður United á síðasta á tímabili en hefur aðeins gert fjögur mörk í átján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner