Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 15:39
Elvar Geir Magnússon
Bubbi getur ekki beðið eftir því að mæta á KR-völlinn
Bubbi Morthens getur ekki beðið eftir því að mæta á leiki KR.
Bubbi Morthens getur ekki beðið eftir því að mæta á leiki KR.
Mynd: Getty Images
„Ég er kominn heim aftur, KR er við hornið hjá mér," segir tónlistargoðsögnin Bubbi Morthens en hann mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X977 í dag.

Bubbi er að flytja sig um set, fer úr Kjósinni og á Seltjarnarnesið. Hann segist vera hvað spenntastur fyrir því að mæta á leiki með KR í sumar.

„Ég get ekki beðið eftir því að fara á vorleiki á KR-vellinum, ég hef saknað þess mikið. Ég ætla að taka stelpurnar með mér. Það er rosa gaman að eiga börn og fara á fótboltaleiki. Það er stemning og skemmtilegt, það eru pulsur, alls konar fólk og gleði," segir Bubbi.

„Ég sagði við strákana mína þegar við fórum á KR leiki; við förum fullir af gleði og ef við töpum þá skiljum við vonbrigðin eftir uppi í stúku."

Frægasta stuðningslag Íslands er KR-lagið frá Bubba en í þættinum sagði hann frá því að hann hefði einnig samið lag fyrir FH. Það féll í grýttan jarðveg hjá KR-ingum og ekki er hægt að finna það opinberlega.

„Það er til FH lag sem ég samdi. Ég fékk rosa skammir fyrir það, lagið er í felum en ég flutti það einu sinni fyrir FH-inga."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner