Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Liverpool þarf líklega að vinna Meistaradeildina"
Liverpool vann Meistaradeildina síðast 2019.
Liverpool vann Meistaradeildina síðast 2019.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Blackburn og Chelsea, telur Liverpool vera í miklum vandræðum.

Englandsmeistararnir töpuðu fyrir Chelsea á heimavelli í kvöld en það var fimmta tap liðsins í röð á heimavelli.

Liverpool er í sjöunda sæti með 44 stig en þeir eru eins og er aðeins tveimur stigum frá Everton í fjórða sæti. Everton á þó leik til góða.

Sutton, sem var að lýsa leiknum í útvarpi BBC í kvöld, er á því að Liverpool þurfi líklega bara að vinna Meistaradeildina til að komast aftur í þá keppni á næstu leiktíð. Sigurvegari Meistaradeildarinnar vinnur sér inn þáttökurétt í keppninni á næsta tímabili.

„Chelsea var betra liðið og mér fannst þetta þægilegt hjá þeim. Liverpool er í vandræðum ef þeir vonast til að enda í efstu fjórum. Þeir þurfa líklega að vinna keppnina til að komast aftur í hana. Chelsea er klárlega eitt líklegasta liðið til að enda á meðal efstu fjögurra," sagði Sutton.

Liverpool vann Meistaradeildina síðast 2019 og er í góðum möguleika á að komast í 8-liða úrslit eftir 2-0 sigur á RB Leipzig á útivelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner