Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. mars 2024 08:20
Elvar Geir Magnússon
Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford
Powerade
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: Getty Images
Josh Sargent.
Josh Sargent.
Mynd: Getty Images
Sargent, Camarda, Mbappe, Sargent, Kvaratshkelia, Gyökeres, Rabiot, Bilic og fleiri í slúðurpakkanum þennan mánudaginn.

Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres (25) hjá Sporting Lissabon verður í forgangi hjá Arsenal á leikmannamarkaðnum í sumar. (TodoFichajes)

Liverpool ætlar að hefja viðræður við Andy Robertson (29) um nýjan samning og félagið hefur ekki áhyggjur af því að skoski vinstri bakvörðurinn sé orðaður við Bayern München í fjölmiðlum. (Football Insider)

Brentford íhugar að gera tilboð í bandaríska sóknarmanninn Josh Sargent (24) hjá Norwich en félagið gerir sig tilbúið í að missa enska sóknarmanninn Ivan Toney (27) sem er á óskalistum Chelsea og Liverpool. (Football.London)

Manchester City og Borussia Dortmund hafa áhuga á ítalska U17 landsliðsmanninum Francesco Camarda en þessi spennandi sóknarmaður mun hafna tilboði um atvinnumannasamning hjá AC Milan þegar hann verður sextán ára í næstu viku. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea er tilbúið að borga Brighton umtalsverðar skaðabætur svo njósnarinn Sam Jewell geti samið við félagið núna frekar en í sumar. (Sun)

Pabbi Khvicha Kvaratskhelia (23) segir að georgíski vængmaðurinn muni vera áfram hjá Napoli í sumar en hann hefur verið orðaður við Real Madrid og Barcelona. (Radio Serie A)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (28) ætlar fyrst að ræða við Juventus um mögulegan nýjan samning áður en hann skoðar aðra kosti. Tottenham ætlar að fá inn miðjumann í sumar og fylgist með gangi mála. (CaughtOffside)

Liverpool vonast til þess að fá yfir 10 milljónir punda út úr heimildarmynd þar sem skyggnst er bak við tjöldin á kveðjutímabili Jurgen Klopp. (Sun)

Arsenal ætlar að veita Manchester United samkeppni um spænska varnarmanninn Miguel Gutierrez (22) hjá Girona. (Fichajes)

Slaven Bilic, fyrrum stjóri West Ham, er ekki með í samkeppninni um landsliðsþjálfarastarf Írlands. Króatinn, sem stýrir Al-Fateh í Sádi-Arabíu, hefur verið orðaður við starfið. (Irish Independent)
Athugasemdir
banner
banner