Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. apríl 2020 20:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Burnley færi í gjaldþrot í ágúst
Mynd: Getty Images
Burnley er í úrvalsdeildinni og hefur verið í henni undanfarin ár. Stjórnaformaður liðsins, Mike Garlick, hefur greint frá því að eftir þrjár vikur af heimsfaraldrinum sé ástandið ekki gott.

Garlick segir stöðuna þannig að Burnley verði gjaldþrota í ágúst ef ástandið breytist ekki. Í yfirlýsingu á heimasíðu Burnley kemur fram að félagið tapi 50 milljónum punda ef leiktíðin í ár nær ekki að klárast.

„Staðreynd málsins er sú að ef við klárum ekki þessa leiktíð og það er ekki komin dagsetning á þá næstu þá munum við sem félag vera með tóma sjóði í ágúst, það er staðreynd," sagði Garlick við Sky Sports.

„Ég get ekki talað fyrir önnur félög. Það er þess vegna sem við leggjum mikla áherslu á að klára þessa leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner