Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 04. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Sevilla í banni gegn Real Madrid
Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla á Spáni, verður í banni gegn Real Madrid í spænsku deildinni um helgina.

Lopetegui hefur safnað sér fimm gulum spjöldum á þessari leiktíð og er því kominn í eins leiks bann.

Hann verður því ekki á hliðarlínunni að stýra sínum mönnum gegn Madrídingum um helgina.

Þetta er súrt fyrir Lopetegui en hann þjálfaði Real Madrid árið 2018 í fjóra mánuði áður en hann var rekinn í október eftir slæm úrslit hjá liðinu.
Athugasemdir