Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 04. júní 2024 23:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveindís: Kem úr Keflavík og fer beint inn í Reykjaneshöll
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í kvöld
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið mætti Austurríki á Laugardalsvelli í undankeppni EM núna í kvöld. 

Íslenska liðið gat með sigri farið langleiðina með að tryggja sig inn á Evrópumeistaramótið og eftir sigurinn í kvöld er þetta núna í okkar höndum. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Mikilvægur sigur og ótrúlega sátt með að við höfum tekið öll þrjú stigin. Mjög erfiðar aðstæður í dag en við vorum betra liðið og tökum þrjú stigin." Sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir sigurinn í kvöld.

„Við vildum auðvitað hafa þetta þannig að við ráðum þessu sjálf. Við þurfum auðvitað að klára hina tvo leikina og þá erum við bara með EM sætið svo við erum í mjög góðri stöðu og erum mjög glaðar með þetta." 

Veðrið spilaði stórt hlutverk hér á Laugardalsvelli í dag en það blés vel inni á vellinum. 

„Ótrúlega erfitt. Ég veit ekki hvort að ég hafi spilað í svona veðri einhvertíman. Þetta var mesti vinur sem að ég hef spila í. Ég nátturlega kem úr Keflavík og ég fer bara beint inn í Reykjaneshöll þegar það kemur svona veður. Þetta voru erfiðar aðstæður og erfitt fyrir bæði lið. Ég held að þær hafi ekki verið rosalega ánægðar með þetta." 

Sveindís var virkilega öflug í leiknum og vann ófáar barátturnar en henni fannst leikurinn erfiður. 

„Mjög erfitt fyrir mig. Allavega í fyrri hálfleik var ekki mikið að gera hjá mér afþví að boltinn náðist bara varla yfir miðjulínuna þannig ég var ekki mikið í boltanum." 

„í seinni hálfleik var ég meira að hlaupa á eftir boltanum því það var meðvindur og það var auðveldara að setja hann í svæði. Þetta var bara barátta allan tímann og mjög erfiður leikur fyrir mig fannst mér. Gott að við höfum náð tveimur mörkum inn og unnið þennan leik sem var ótrúlega mikilvægt. Alveg sama hvort það hafi bara verið barátta allan leikinn. Vonandi hjálpaði það liðinu að ég hafi kannski ekki verið mikið í boltanum en það voru aðrar sem tóku skref upp eins og Karó með tvær stoðsendingar og Hlín með mark og kemur inn í liðið og það er bara geggjað mark fyrir hana að skora og geggjað mark hjá Hildi líka." 

Nánar er rætt við Sveindísi Jane Jónsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner