Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   þri 04. júní 2024 23:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveindís: Kem úr Keflavík og fer beint inn í Reykjaneshöll
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í kvöld
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið mætti Austurríki á Laugardalsvelli í undankeppni EM núna í kvöld. 

Íslenska liðið gat með sigri farið langleiðina með að tryggja sig inn á Evrópumeistaramótið og eftir sigurinn í kvöld er þetta núna í okkar höndum. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Mikilvægur sigur og ótrúlega sátt með að við höfum tekið öll þrjú stigin. Mjög erfiðar aðstæður í dag en við vorum betra liðið og tökum þrjú stigin." Sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir sigurinn í kvöld.

„Við vildum auðvitað hafa þetta þannig að við ráðum þessu sjálf. Við þurfum auðvitað að klára hina tvo leikina og þá erum við bara með EM sætið svo við erum í mjög góðri stöðu og erum mjög glaðar með þetta." 

Veðrið spilaði stórt hlutverk hér á Laugardalsvelli í dag en það blés vel inni á vellinum. 

„Ótrúlega erfitt. Ég veit ekki hvort að ég hafi spilað í svona veðri einhvertíman. Þetta var mesti vinur sem að ég hef spila í. Ég nátturlega kem úr Keflavík og ég fer bara beint inn í Reykjaneshöll þegar það kemur svona veður. Þetta voru erfiðar aðstæður og erfitt fyrir bæði lið. Ég held að þær hafi ekki verið rosalega ánægðar með þetta." 

Sveindís var virkilega öflug í leiknum og vann ófáar barátturnar en henni fannst leikurinn erfiður. 

„Mjög erfitt fyrir mig. Allavega í fyrri hálfleik var ekki mikið að gera hjá mér afþví að boltinn náðist bara varla yfir miðjulínuna þannig ég var ekki mikið í boltanum." 

„í seinni hálfleik var ég meira að hlaupa á eftir boltanum því það var meðvindur og það var auðveldara að setja hann í svæði. Þetta var bara barátta allan tímann og mjög erfiður leikur fyrir mig fannst mér. Gott að við höfum náð tveimur mörkum inn og unnið þennan leik sem var ótrúlega mikilvægt. Alveg sama hvort það hafi bara verið barátta allan leikinn. Vonandi hjálpaði það liðinu að ég hafi kannski ekki verið mikið í boltanum en það voru aðrar sem tóku skref upp eins og Karó með tvær stoðsendingar og Hlín með mark og kemur inn í liðið og það er bara geggjað mark fyrir hana að skora og geggjað mark hjá Hildi líka." 

Nánar er rætt við Sveindísi Jane Jónsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þýskaland 4 4 0 0 13 - 5 +8 12
2.    Ísland 4 2 1 1 7 - 5 +2 7
3.    Austurríki 4 1 1 2 7 - 7 0 4
4.    Pólland 4 0 0 4 3 - 13 -10 0
Athugasemdir
banner
banner