Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 04. ágúst 2021 22:07
Magnús Þór Jónsson
Pálmi: Ef ég fæ gult spjald fyrir að vera æstur í leikjum þá verð ég oft í banni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason kom þungbúinn í viðtal eftir 0-1 tap KR á Valsvellinum í kvöld.

Ég er mjög svekktur, þetta voru ekki úrslit sem við ætluðum að ná og ekki úrslit sem við áttum skilið. Það er alltaf hasar í leikjum Vals og KR og við bjuggumst alveg við því að þeir kæmu hart inn í hann og við bara mættum þeim þar.

Það var lítið sem skildi milli liðanna í kvöld.

Mér fannst við spila nægilega vel til að sækja sigur, við fáum fullt af góðum færum en þetta var 50/50 leikur og því miður féll þetta þeirra megin.

Tapið í kvöld, þýðir það að áhersla KR verður nú á bikarkeppnina?

Neineinei. Það er Evrópusæti líka í boði sem við ætlum að reyna að sækja og að miklu að keppa. Ég er ekkert heldur að sjá þetta Valslið fara ósigrað það sem er eftir af þessari deild en þetta er orðið langt fyrir okkur að sækja þetta.

Pálmi fékk gult spjald í blálokin fyrir að mótmæla kröftuglega störfum tríósins. Var hann ósáttur við þá?

Það er svo leiðinlegt að bögga þá, maður böggar þá nóg í þeim í leik þegar maður er með adrenalínið á fullu. Ég er orðinn rólegur og ekkert alltaf sanngjarn við þá en þetta gula spjald sem ég fékk í dag skil ég ekki. Ég æsti mig víst of mikið en ef ég á að fá gult spjald fyrir að æsa mig í leikjum þá verð ég helvíti oft í banni.

Nánar er rætt við Pálma í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner