Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   mið 04. ágúst 2021 22:07
Magnús Þór Jónsson
Pálmi: Ef ég fæ gult spjald fyrir að vera æstur í leikjum þá verð ég oft í banni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason kom þungbúinn í viðtal eftir 0-1 tap KR á Valsvellinum í kvöld.

Ég er mjög svekktur, þetta voru ekki úrslit sem við ætluðum að ná og ekki úrslit sem við áttum skilið. Það er alltaf hasar í leikjum Vals og KR og við bjuggumst alveg við því að þeir kæmu hart inn í hann og við bara mættum þeim þar.

Það var lítið sem skildi milli liðanna í kvöld.

Mér fannst við spila nægilega vel til að sækja sigur, við fáum fullt af góðum færum en þetta var 50/50 leikur og því miður féll þetta þeirra megin.

Tapið í kvöld, þýðir það að áhersla KR verður nú á bikarkeppnina?

Neineinei. Það er Evrópusæti líka í boði sem við ætlum að reyna að sækja og að miklu að keppa. Ég er ekkert heldur að sjá þetta Valslið fara ósigrað það sem er eftir af þessari deild en þetta er orðið langt fyrir okkur að sækja þetta.

Pálmi fékk gult spjald í blálokin fyrir að mótmæla kröftuglega störfum tríósins. Var hann ósáttur við þá?

Það er svo leiðinlegt að bögga þá, maður böggar þá nóg í þeim í leik þegar maður er með adrenalínið á fullu. Ég er orðinn rólegur og ekkert alltaf sanngjarn við þá en þetta gula spjald sem ég fékk í dag skil ég ekki. Ég æsti mig víst of mikið en ef ég á að fá gult spjald fyrir að æsa mig í leikjum þá verð ég helvíti oft í banni.

Nánar er rætt við Pálma í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner