Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 04. ágúst 2021 22:07
Magnús Þór Jónsson
Pálmi: Ef ég fæ gult spjald fyrir að vera æstur í leikjum þá verð ég oft í banni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason kom þungbúinn í viðtal eftir 0-1 tap KR á Valsvellinum í kvöld.

Ég er mjög svekktur, þetta voru ekki úrslit sem við ætluðum að ná og ekki úrslit sem við áttum skilið. Það er alltaf hasar í leikjum Vals og KR og við bjuggumst alveg við því að þeir kæmu hart inn í hann og við bara mættum þeim þar.

Það var lítið sem skildi milli liðanna í kvöld.

Mér fannst við spila nægilega vel til að sækja sigur, við fáum fullt af góðum færum en þetta var 50/50 leikur og því miður féll þetta þeirra megin.

Tapið í kvöld, þýðir það að áhersla KR verður nú á bikarkeppnina?

Neineinei. Það er Evrópusæti líka í boði sem við ætlum að reyna að sækja og að miklu að keppa. Ég er ekkert heldur að sjá þetta Valslið fara ósigrað það sem er eftir af þessari deild en þetta er orðið langt fyrir okkur að sækja þetta.

Pálmi fékk gult spjald í blálokin fyrir að mótmæla kröftuglega störfum tríósins. Var hann ósáttur við þá?

Það er svo leiðinlegt að bögga þá, maður böggar þá nóg í þeim í leik þegar maður er með adrenalínið á fullu. Ég er orðinn rólegur og ekkert alltaf sanngjarn við þá en þetta gula spjald sem ég fékk í dag skil ég ekki. Ég æsti mig víst of mikið en ef ég á að fá gult spjald fyrir að æsa mig í leikjum þá verð ég helvíti oft í banni.

Nánar er rætt við Pálma í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner