Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 04. ágúst 2022 22:10
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Þurfum að vera klárir í það sem þeir koma með úti
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður auðvitað bara vel með að hafa sigrað á heimavelli, það er alltaf gott og sömuleiðis að halda markinu hreinu, það er glæsilegt á móti svona sterkum andstæðingum en það er annar leikur eftir þannig við þurfum bara að vera fókuseraðir í hann." sagði Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga eftir sigurinn á Lech Poznan á Víkingsvelli í leik sem lauk fyrr í kvöld. Víkingar fara með 1-0 forskot út til Póllands.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Lech Poznan

Eina mark leiksins kom á 45 mínútu þegar Ari Sigurpálsson skoraði geggjað mark eftir frábæra skyndisókn og talar Júlíus um að það hafi gefið liðinu mikið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn.

„Mjög gott. Ég held það hafi verið hornspyrna og síðan var eitthvað klafs sem við náum að henda okkur fyrir það og náum að breika á þá á síðustu mínútunni. Það er alltaf frábært að skora á semi markamínútunni og fara þannig inn í hálfleik og það gaf okkur mikið sjálfstraust."

„Þetta var geggjað slútt. Hann átti þetta svo sannarlega skilið, hann var búin að vera frábær í fyrri hálfleik á hægri kanntinum. Hann driveaði vel upp völlinn og drauma skot og ég er mjög sáttur með hans framlag"

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga var spurður hvað liðið þyrfti að gera til að klára þetta einvígi en liðin mætast aftur eftir slétta viku úti í Póllandi.

„Við þurfum bara að vera klárir í það sem þeir koma með úti vegna þess að þetta verður á þeirra heimavelli og allt annar leikur og við þurfum að bregðast við því sem þeir koma með úti því annars geta þeir refsað okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir