Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 04. ágúst 2022 22:10
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Þurfum að vera klárir í það sem þeir koma með úti
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður auðvitað bara vel með að hafa sigrað á heimavelli, það er alltaf gott og sömuleiðis að halda markinu hreinu, það er glæsilegt á móti svona sterkum andstæðingum en það er annar leikur eftir þannig við þurfum bara að vera fókuseraðir í hann." sagði Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga eftir sigurinn á Lech Poznan á Víkingsvelli í leik sem lauk fyrr í kvöld. Víkingar fara með 1-0 forskot út til Póllands.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Lech Poznan

Eina mark leiksins kom á 45 mínútu þegar Ari Sigurpálsson skoraði geggjað mark eftir frábæra skyndisókn og talar Júlíus um að það hafi gefið liðinu mikið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn.

„Mjög gott. Ég held það hafi verið hornspyrna og síðan var eitthvað klafs sem við náum að henda okkur fyrir það og náum að breika á þá á síðustu mínútunni. Það er alltaf frábært að skora á semi markamínútunni og fara þannig inn í hálfleik og það gaf okkur mikið sjálfstraust."

„Þetta var geggjað slútt. Hann átti þetta svo sannarlega skilið, hann var búin að vera frábær í fyrri hálfleik á hægri kanntinum. Hann driveaði vel upp völlinn og drauma skot og ég er mjög sáttur með hans framlag"

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga var spurður hvað liðið þyrfti að gera til að klára þetta einvígi en liðin mætast aftur eftir slétta viku úti í Póllandi.

„Við þurfum bara að vera klárir í það sem þeir koma með úti vegna þess að þetta verður á þeirra heimavelli og allt annar leikur og við þurfum að bregðast við því sem þeir koma með úti því annars geta þeir refsað okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner