Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 04. ágúst 2022 22:10
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Þurfum að vera klárir í það sem þeir koma með úti
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður auðvitað bara vel með að hafa sigrað á heimavelli, það er alltaf gott og sömuleiðis að halda markinu hreinu, það er glæsilegt á móti svona sterkum andstæðingum en það er annar leikur eftir þannig við þurfum bara að vera fókuseraðir í hann." sagði Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga eftir sigurinn á Lech Poznan á Víkingsvelli í leik sem lauk fyrr í kvöld. Víkingar fara með 1-0 forskot út til Póllands.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Lech Poznan

Eina mark leiksins kom á 45 mínútu þegar Ari Sigurpálsson skoraði geggjað mark eftir frábæra skyndisókn og talar Júlíus um að það hafi gefið liðinu mikið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn.

„Mjög gott. Ég held það hafi verið hornspyrna og síðan var eitthvað klafs sem við náum að henda okkur fyrir það og náum að breika á þá á síðustu mínútunni. Það er alltaf frábært að skora á semi markamínútunni og fara þannig inn í hálfleik og það gaf okkur mikið sjálfstraust."

„Þetta var geggjað slútt. Hann átti þetta svo sannarlega skilið, hann var búin að vera frábær í fyrri hálfleik á hægri kanntinum. Hann driveaði vel upp völlinn og drauma skot og ég er mjög sáttur með hans framlag"

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga var spurður hvað liðið þyrfti að gera til að klára þetta einvígi en liðin mætast aftur eftir slétta viku úti í Póllandi.

„Við þurfum bara að vera klárir í það sem þeir koma með úti vegna þess að þetta verður á þeirra heimavelli og allt annar leikur og við þurfum að bregðast við því sem þeir koma með úti því annars geta þeir refsað okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner