Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   fim 04. ágúst 2022 22:10
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Þurfum að vera klárir í það sem þeir koma með úti
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður auðvitað bara vel með að hafa sigrað á heimavelli, það er alltaf gott og sömuleiðis að halda markinu hreinu, það er glæsilegt á móti svona sterkum andstæðingum en það er annar leikur eftir þannig við þurfum bara að vera fókuseraðir í hann." sagði Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga eftir sigurinn á Lech Poznan á Víkingsvelli í leik sem lauk fyrr í kvöld. Víkingar fara með 1-0 forskot út til Póllands.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Lech Poznan

Eina mark leiksins kom á 45 mínútu þegar Ari Sigurpálsson skoraði geggjað mark eftir frábæra skyndisókn og talar Júlíus um að það hafi gefið liðinu mikið sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn.

„Mjög gott. Ég held það hafi verið hornspyrna og síðan var eitthvað klafs sem við náum að henda okkur fyrir það og náum að breika á þá á síðustu mínútunni. Það er alltaf frábært að skora á semi markamínútunni og fara þannig inn í hálfleik og það gaf okkur mikið sjálfstraust."

„Þetta var geggjað slútt. Hann átti þetta svo sannarlega skilið, hann var búin að vera frábær í fyrri hálfleik á hægri kanntinum. Hann driveaði vel upp völlinn og drauma skot og ég er mjög sáttur með hans framlag"

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga var spurður hvað liðið þyrfti að gera til að klára þetta einvígi en liðin mætast aftur eftir slétta viku úti í Póllandi.

„Við þurfum bara að vera klárir í það sem þeir koma með úti vegna þess að þetta verður á þeirra heimavelli og allt annar leikur og við þurfum að bregðast við því sem þeir koma með úti því annars geta þeir refsað okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner