Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 04. ágúst 2024 13:45
Sölvi Haraldsson
Liverpool hafnar tilboðinu - ‚Dýrka leikmanninn‘
Fabio Carvalho er ofarlega á óskalista Southampton.
Fabio Carvalho er ofarlega á óskalista Southampton.
Mynd: Getty Images

Liverpool höfnuðu 15 milljón punda tilboði frá Southampton í portúgalska miðjumanninn Fabio Carvalho. 


Carvalho hefur ætíð verið ofarlega á óskalista Southampton í sumar en þeir gefast ekki upp. Þeir eru að undirbúa annað tilboð í portúgalann. Dýrlingarnir reyndu að fá Fabio í janúar án árangurs en þeir eru nýlliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið umspilið í Championship deildinni.

Liverpool vilja ekki selja leikmanninn þar sem hann á góða framtíð hjá félaginu. Russell Martin ræddi við Sky Sports um tilboð Southampton í Carvalho.

Hann er leikmaður sem við höfum dýrkað lengi vel. Við ræddum við hann í janúar en það heppnaðist ekki. Hann er leikmaður sem ég þrái.‘ sagði skoski stjóri Southampton.

Það er ólíklegt að Alex Oxlade-Chamberlain gangi í raðir Southampton þar sem launakröfur hans eru of háar.

Fabio Carvalho skoraði gegn Manchester United í nótt í 3-0 sigri en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá honum. Hvort hann verði áfram hjá Liverpool eða fari til Southampton, tíminn segir til með það.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner