
„Þetta er kannski munurinn á liðunum, hjá öðru liðinu gengur allt upp, þeir búnir að vinna deildina sanngjarnt. Svo hitt liðið sem er aðeins búið að vera ströggla úrslitalega séð undanfarið og fær á sig tvö víti. Annars fannst mér þessi leikur bara vera mjög jafn. Mjög erfiðar aðstæður þannig lagað en mér fannst liðin vera að reyna.“
Voru fyrstu viðbrögð Sigurbjörns Hreiðarssonar þjáfara Grindavíkur eftir 0-2 tap Grindavíkur gegn Fram á heimavelli þar -sem bæði mörk Fram komu úr vítum.
Voru fyrstu viðbrögð Sigurbjörns Hreiðarssonar þjáfara Grindavíkur eftir 0-2 tap Grindavíkur gegn Fram á heimavelli þar -sem bæði mörk Fram komu úr vítum.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 2 Fram
Mikil skakkaföll hafa dunið á liði Grindavíkur á þessu tímabili og menn sem segja má að sé lykilmenn hafa verið fjarverandi í mörgum leikjum undanfarið.
„Það er ekki bara í dag sem hafa verið meiðsli alveg frá byrjun móts höfum við misst menn. Oddur Ingi hefur nánast ekki spilað með okkur síðan í sjöttu umferð, Walid farinn heim og Marinó verið meiddur og lítið getað spilað í sumar þannig að við höfum verið laskaðir.“
Gefið var út á dögunum að Sigurbjörn yrði ekki áfram með lið Grindavíkur á næsta tímabili en hann hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Um sína framtíð og hvert hann ætlaði í fríinu sagði hann.
„Ég fer ekki í neitt frí frekar en fyrri daginn en hún er bara óráðin. En við skulum sjá hvað setur, það gerist eitthvað hvort sem það verður í þjálfun eða einhverju öðru. “
Sagði Sigurbjörn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir