Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   lau 04. september 2021 18:01
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Ég fer ekki í neitt frí frekar en fyrri daginn
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er kannski munurinn á liðunum, hjá öðru liðinu gengur allt upp, þeir búnir að vinna deildina sanngjarnt. Svo hitt liðið sem er aðeins búið að vera ströggla úrslitalega séð undanfarið og fær á sig tvö víti. Annars fannst mér þessi leikur bara vera mjög jafn. Mjög erfiðar aðstæður þannig lagað en mér fannst liðin vera að reyna.“
Voru fyrstu viðbrögð Sigurbjörns Hreiðarssonar þjáfara Grindavíkur eftir 0-2 tap Grindavíkur gegn Fram á heimavelli þar -sem bæði mörk Fram komu úr vítum.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Fram

Mikil skakkaföll hafa dunið á liði Grindavíkur á þessu tímabili og menn sem segja má að sé lykilmenn hafa verið fjarverandi í mörgum leikjum undanfarið.

„Það er ekki bara í dag sem hafa verið meiðsli alveg frá byrjun móts höfum við misst menn. Oddur Ingi hefur nánast ekki spilað með okkur síðan í sjöttu umferð, Walid farinn heim og Marinó verið meiddur og lítið getað spilað í sumar þannig að við höfum verið laskaðir.“

Gefið var út á dögunum að Sigurbjörn yrði ekki áfram með lið Grindavíkur á næsta tímabili en hann hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Um sína framtíð og hvert hann ætlaði í fríinu sagði hann.

„Ég fer ekki í neitt frí frekar en fyrri daginn en hún er bara óráðin. En við skulum sjá hvað setur, það gerist eitthvað hvort sem það verður í þjálfun eða einhverju öðru. “

Sagði Sigurbjörn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner