Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 04. september 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Kvenaboltinn
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Á flestum köflum fannst mér þetta spilast mjög vel. En svo gátum við gert miklu betur á öðrum köflum. En við vinnum 6-1 og við erum ánægðar með það.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildar kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Þrátt fyrir að hafa skorað 4 mörk í fyrri hálfleik og tvö mörk í seinni hálfleik segir Katrín seinni hálfleikinn hafa verið betri.

 „Þótt við höfum verið 4-1 yfir í hálfleik erum við alltaf að reyna að bæta okkar leik. Ef það er leikur sem er gegn erlendu liði erum við alltaf að reyna að bæta okkar frammistöðu fram á við. Við vorum að gera betur þótt við vorum 4-1 yfir og mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik. Það voru kaflar þar sem við vorum að gera betur. Þótt við skorum bara tvö í seinni hálfleik var seinni hálfleikurinn betri.

Katrín skoraði þrennu í dag en hún segist hafa verið búin að bíða eftir þessu í sumar.

 „Mér finnst ég hafa vantað dálítið að skora þannig það var gott að setja þrennuna í dag. Maður er búin að bíða eftir því í sumar, geggjað að það kom í dag.

Hvernig lýst Katrínu á komandi leiki í Evrópu og síðan í Bestu deildinni þar sem Blikar eru á toppi deildarinnar.

 „Mér líður mjög vel. Við erum búnar að spila vel. Við höfum verið ánægðar með frammistöðurnar í seinustu leikjum hjá okkur. Við unnum góðan sigur í seinasta leik. Við erum bara að hugsa um okkur og að gera.“

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, hefur verið tilnefnd fyrir gullboltann (e. Ballondor) en Katrín sagði að þetta kæmi henni ekkert á óvart.

 „Klárlega verðskuldað. Glódís er einn af bestu hafsentunum í heimi, ef ekki besti. Mér finnst hún alveg frábær og þetta kemur mér bara ekkert á óvart. Bara geggjað hjá henni.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir.

Nánar er rætt við Katrínu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner