Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildinna
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
banner
   mið 04. september 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Á flestum köflum fannst mér þetta spilast mjög vel. En svo gátum við gert miklu betur á öðrum köflum. En við vinnum 6-1 og við erum ánægðar með það.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildar kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Þrátt fyrir að hafa skorað 4 mörk í fyrri hálfleik og tvö mörk í seinni hálfleik segir Katrín seinni hálfleikinn hafa verið betri.

 „Þótt við höfum verið 4-1 yfir í hálfleik erum við alltaf að reyna að bæta okkar leik. Ef það er leikur sem er gegn erlendu liði erum við alltaf að reyna að bæta okkar frammistöðu fram á við. Við vorum að gera betur þótt við vorum 4-1 yfir og mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik. Það voru kaflar þar sem við vorum að gera betur. Þótt við skorum bara tvö í seinni hálfleik var seinni hálfleikurinn betri.

Katrín skoraði þrennu í dag en hún segist hafa verið búin að bíða eftir þessu í sumar.

 „Mér finnst ég hafa vantað dálítið að skora þannig það var gott að setja þrennuna í dag. Maður er búin að bíða eftir því í sumar, geggjað að það kom í dag.

Hvernig lýst Katrínu á komandi leiki í Evrópu og síðan í Bestu deildinni þar sem Blikar eru á toppi deildarinnar.

 „Mér líður mjög vel. Við erum búnar að spila vel. Við höfum verið ánægðar með frammistöðurnar í seinustu leikjum hjá okkur. Við unnum góðan sigur í seinasta leik. Við erum bara að hugsa um okkur og að gera.“

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, hefur verið tilnefnd fyrir gullboltann (e. Ballondor) en Katrín sagði að þetta kæmi henni ekkert á óvart.

 „Klárlega verðskuldað. Glódís er einn af bestu hafsentunum í heimi, ef ekki besti. Mér finnst hún alveg frábær og þetta kemur mér bara ekkert á óvart. Bara geggjað hjá henni.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir.

Nánar er rætt við Katrínu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner