Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Ógeðslega erfitt“ að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
   mið 04. september 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Kvenaboltinn
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Á flestum köflum fannst mér þetta spilast mjög vel. En svo gátum við gert miklu betur á öðrum köflum. En við vinnum 6-1 og við erum ánægðar með það.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildar kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Þrátt fyrir að hafa skorað 4 mörk í fyrri hálfleik og tvö mörk í seinni hálfleik segir Katrín seinni hálfleikinn hafa verið betri.

 „Þótt við höfum verið 4-1 yfir í hálfleik erum við alltaf að reyna að bæta okkar leik. Ef það er leikur sem er gegn erlendu liði erum við alltaf að reyna að bæta okkar frammistöðu fram á við. Við vorum að gera betur þótt við vorum 4-1 yfir og mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik. Það voru kaflar þar sem við vorum að gera betur. Þótt við skorum bara tvö í seinni hálfleik var seinni hálfleikurinn betri.

Katrín skoraði þrennu í dag en hún segist hafa verið búin að bíða eftir þessu í sumar.

 „Mér finnst ég hafa vantað dálítið að skora þannig það var gott að setja þrennuna í dag. Maður er búin að bíða eftir því í sumar, geggjað að það kom í dag.

Hvernig lýst Katrínu á komandi leiki í Evrópu og síðan í Bestu deildinni þar sem Blikar eru á toppi deildarinnar.

 „Mér líður mjög vel. Við erum búnar að spila vel. Við höfum verið ánægðar með frammistöðurnar í seinustu leikjum hjá okkur. Við unnum góðan sigur í seinasta leik. Við erum bara að hugsa um okkur og að gera.“

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, hefur verið tilnefnd fyrir gullboltann (e. Ballondor) en Katrín sagði að þetta kæmi henni ekkert á óvart.

 „Klárlega verðskuldað. Glódís er einn af bestu hafsentunum í heimi, ef ekki besti. Mér finnst hún alveg frábær og þetta kemur mér bara ekkert á óvart. Bara geggjað hjá henni.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir.

Nánar er rætt við Katrínu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir