Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. nóvember 2020 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Versta frammistaða Man United í fjögur ár"
Mynd: Getty Images
„Þetta var virkilega slök frammistaða hjá Man United. Ég vona að Ole Gunnar Solskjær haldi leikmönnum í herbergi þar sem þeir þurfa að horfa á þessa frammistöðu. Solskjær getur svo spurt þá 'jæja, hvað finnst ykkur um þetta'?" sagði Dion Dublin á BBC Radio 5 Live í kvöld.

Þetta sagði Dublin í kjölfarið á 2-1 sigri Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni. Frammistaða United var ekki upp á marga fiska í kvöld og fengu m.a. sex leikmenn þrjá í einkunnagjöf MEN sem má sjá hér.

„Það var of mikið um að menn væru að labba um völlinn, holningin og tjánng leikmanna með hreyfingum sínum var ekki góð. Ég hef séð einstaklinga þarna spila mjög vel og þeir líta ótrúlega út en þegar þeir spila allir svona þá er þetta lið lélegt eins og sást í dag."

„Fyrri hálfleikurinn var möuglega lélegasta frammistaða sem ég hef séð frá Man United liði í þrjú eða fjögur ár,
bætti Dublin við.
Athugasemdir
banner