Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 04. nóvember 2021 16:36
Elvar Geir Magnússon
Börkur: Risastórt fyrir íslenskan fótbolta
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals, er gríðarlega ánægður með þann liðsstyrk sem félagið hefur fengið í þeim Heiðari Ægissyni og Aroni Jóhannssyni sem skrifuðu undir samninga í dag.

„Við lögðum mikið á okkur að ná í þá og við erum himinlifandi yfir því að þeir séu komnir í Val," segir Börkur.

Aron ræddi við nokkur félög áður en hann tók ákvörðun.

„Ég held að hugur hans hafi verið nokkuð ákveðinn þegar hann hitti okkur og við tókum spjallið. Þetta er risastór leikmaður og eitt stærsta nafnið af þeim atvinnumönnum sem hafa farið út og eru að koma heim, 31 árs gamall. Þetta er risastórt fyrir íslenskan fótbolta."

Gríðarlegt högg að komast ekki í Evrópu
Síðasta tímabil var Valsmönnum vonbrigði en þeir enduðu í fimmta sæti og misstu af Evrópusæti.

„Við erum sterkur klúbbur, höfum verið það og verðum það áfram. Lífið er stundum þannig að stundum þarf að taka eitt skref aftur til að taka tvö skref áfram. Fótboltinn er upp og niður en við ætlum að mæta vel undirbúnir til leiks að ári," segir Börkur en Valsmenn hyggjast bæta enn frekar við.

„Það var gríðarlega fjárhagslegt högg (að komast ekki í Evrópukeppni) og það truflar okkur kannski örlítið á þeirri vegferð sem við erum á að komast ekki í Evrópukeppni. Það er oft í mótlæti sem kemur í ljós úr hverju þú ert gerður og við þurfum að gjöra svo vel að sýna það bara á næsta ári."

Töldum okkur þurfa að hrista upp í hópnum
Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgaf Val nýlega og gekk í raðir FH.

„Við ákváðum að endursemja ekki við hann, ásamt fleiri leikmönnum. Við töldum okkur þurfa að hrista upp í okkar leikmannahóp og hressa upp á hann. Kristinn Freyr er frábær leikmaður og frábær félagi," segir Börkur.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner