Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 04. nóvember 2021 16:36
Elvar Geir Magnússon
Börkur: Risastórt fyrir íslenskan fótbolta
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals, er gríðarlega ánægður með þann liðsstyrk sem félagið hefur fengið í þeim Heiðari Ægissyni og Aroni Jóhannssyni sem skrifuðu undir samninga í dag.

„Við lögðum mikið á okkur að ná í þá og við erum himinlifandi yfir því að þeir séu komnir í Val," segir Börkur.

Aron ræddi við nokkur félög áður en hann tók ákvörðun.

„Ég held að hugur hans hafi verið nokkuð ákveðinn þegar hann hitti okkur og við tókum spjallið. Þetta er risastór leikmaður og eitt stærsta nafnið af þeim atvinnumönnum sem hafa farið út og eru að koma heim, 31 árs gamall. Þetta er risastórt fyrir íslenskan fótbolta."

Gríðarlegt högg að komast ekki í Evrópu
Síðasta tímabil var Valsmönnum vonbrigði en þeir enduðu í fimmta sæti og misstu af Evrópusæti.

„Við erum sterkur klúbbur, höfum verið það og verðum það áfram. Lífið er stundum þannig að stundum þarf að taka eitt skref aftur til að taka tvö skref áfram. Fótboltinn er upp og niður en við ætlum að mæta vel undirbúnir til leiks að ári," segir Börkur en Valsmenn hyggjast bæta enn frekar við.

„Það var gríðarlega fjárhagslegt högg (að komast ekki í Evrópukeppni) og það truflar okkur kannski örlítið á þeirri vegferð sem við erum á að komast ekki í Evrópukeppni. Það er oft í mótlæti sem kemur í ljós úr hverju þú ert gerður og við þurfum að gjöra svo vel að sýna það bara á næsta ári."

Töldum okkur þurfa að hrista upp í hópnum
Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgaf Val nýlega og gekk í raðir FH.

„Við ákváðum að endursemja ekki við hann, ásamt fleiri leikmönnum. Við töldum okkur þurfa að hrista upp í okkar leikmannahóp og hressa upp á hann. Kristinn Freyr er frábær leikmaður og frábær félagi," segir Börkur.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner