Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 04. nóvember 2021 16:36
Elvar Geir Magnússon
Börkur: Risastórt fyrir íslenskan fótbolta
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals, er gríðarlega ánægður með þann liðsstyrk sem félagið hefur fengið í þeim Heiðari Ægissyni og Aroni Jóhannssyni sem skrifuðu undir samninga í dag.

„Við lögðum mikið á okkur að ná í þá og við erum himinlifandi yfir því að þeir séu komnir í Val," segir Börkur.

Aron ræddi við nokkur félög áður en hann tók ákvörðun.

„Ég held að hugur hans hafi verið nokkuð ákveðinn þegar hann hitti okkur og við tókum spjallið. Þetta er risastór leikmaður og eitt stærsta nafnið af þeim atvinnumönnum sem hafa farið út og eru að koma heim, 31 árs gamall. Þetta er risastórt fyrir íslenskan fótbolta."

Gríðarlegt högg að komast ekki í Evrópu
Síðasta tímabil var Valsmönnum vonbrigði en þeir enduðu í fimmta sæti og misstu af Evrópusæti.

„Við erum sterkur klúbbur, höfum verið það og verðum það áfram. Lífið er stundum þannig að stundum þarf að taka eitt skref aftur til að taka tvö skref áfram. Fótboltinn er upp og niður en við ætlum að mæta vel undirbúnir til leiks að ári," segir Börkur en Valsmenn hyggjast bæta enn frekar við.

„Það var gríðarlega fjárhagslegt högg (að komast ekki í Evrópukeppni) og það truflar okkur kannski örlítið á þeirri vegferð sem við erum á að komast ekki í Evrópukeppni. Það er oft í mótlæti sem kemur í ljós úr hverju þú ert gerður og við þurfum að gjöra svo vel að sýna það bara á næsta ári."

Töldum okkur þurfa að hrista upp í hópnum
Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgaf Val nýlega og gekk í raðir FH.

„Við ákváðum að endursemja ekki við hann, ásamt fleiri leikmönnum. Við töldum okkur þurfa að hrista upp í okkar leikmannahóp og hressa upp á hann. Kristinn Freyr er frábær leikmaður og frábær félagi," segir Börkur.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner