Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
banner
   fim 04. nóvember 2021 16:36
Elvar Geir Magnússon
Börkur: Risastórt fyrir íslenskan fótbolta
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Börkur Edvardsson í Fjósinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals, er gríðarlega ánægður með þann liðsstyrk sem félagið hefur fengið í þeim Heiðari Ægissyni og Aroni Jóhannssyni sem skrifuðu undir samninga í dag.

„Við lögðum mikið á okkur að ná í þá og við erum himinlifandi yfir því að þeir séu komnir í Val," segir Börkur.

Aron ræddi við nokkur félög áður en hann tók ákvörðun.

„Ég held að hugur hans hafi verið nokkuð ákveðinn þegar hann hitti okkur og við tókum spjallið. Þetta er risastór leikmaður og eitt stærsta nafnið af þeim atvinnumönnum sem hafa farið út og eru að koma heim, 31 árs gamall. Þetta er risastórt fyrir íslenskan fótbolta."

Gríðarlegt högg að komast ekki í Evrópu
Síðasta tímabil var Valsmönnum vonbrigði en þeir enduðu í fimmta sæti og misstu af Evrópusæti.

„Við erum sterkur klúbbur, höfum verið það og verðum það áfram. Lífið er stundum þannig að stundum þarf að taka eitt skref aftur til að taka tvö skref áfram. Fótboltinn er upp og niður en við ætlum að mæta vel undirbúnir til leiks að ári," segir Börkur en Valsmenn hyggjast bæta enn frekar við.

„Það var gríðarlega fjárhagslegt högg (að komast ekki í Evrópukeppni) og það truflar okkur kannski örlítið á þeirri vegferð sem við erum á að komast ekki í Evrópukeppni. Það er oft í mótlæti sem kemur í ljós úr hverju þú ert gerður og við þurfum að gjöra svo vel að sýna það bara á næsta ári."

Töldum okkur þurfa að hrista upp í hópnum
Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgaf Val nýlega og gekk í raðir FH.

„Við ákváðum að endursemja ekki við hann, ásamt fleiri leikmönnum. Við töldum okkur þurfa að hrista upp í okkar leikmannahóp og hressa upp á hann. Kristinn Freyr er frábær leikmaður og frábær félagi," segir Börkur.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner