Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   mán 04. desember 2017 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Páll ánægður með mannskapinn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Rúnar Páll Sigmundsson var ánægður eftir sigur Stjörnunnar gegn Fjölni í Bose mótinu í kvöld.

Stjarnan vann riðilinn með sigrinum og mætir Breiðabliki í úrslitum.

„Við vorum að spila svolítið öðruvísi og mér fannst það ganga vel fyrsta hálftímann. Við vorum að prófa að vera með tígulmiðju og standa hátt upp með bakverðina. Það var ágætt, við fengum fín pressumóment og fullt af frambærilegum sóknum í fyrri hálfleik." sagði Rúnar að leikslokum.

„Við nýttum sóknirnar ekki nógu vel, vantaði aðeins meiri gæði þar. Þetta eru ekki miklar breytingar, í staðinn fyrir að vera með bakverði ertu með kantmenn."

Rúnar Páll segist vera ánægður með mannskapinn hjá Stjörnunni en býst ekki við að halda markverðinum Sveini Sigurði Jóhannessyni, sem stefnir á að fara erlendis í nám.

„Við erum nánast með sama mannskap og í fyrra. Þó það hafi tveir farið þá erum við búnir að fá tvo inn. Annar þeirra meiddist og við sjáum ekki fram á að hann verði með fyrr en langt inná sumarið.

„Við erum rólegir og ætlum að gera þennan mannskap sem við erum með betri. Við erum með hörkumannskap og teljum okkur vera með mikla samkeppni í okkar liði. Það eru ungir strákar að koma upp sem setja svolítið skemmtilega vídd í þetta.

„Ég held að Svenni sé að fara erlendis í nám en ég hef ekki heyrt í honum."

Athugasemdir
banner
banner