Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 13:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney leikur sinn fyrsta landsleik á morgun
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney Inga Birkisdóttir mun á morgun spila sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Danmörku í Þjóðadeildinni.

Telma Ívarsdóttir hefur varið mark Íslands í öllum leikjunum í Þjóðadeildinni hingað til en hún verður í leikbanni gegn Dönum þar sem hún fékk gult spjald gegn Wales.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, staðfestir í samtali við RÚV að Fanney leiki sinn fyrsta landsleik á morgun.

„Hún er klár í það, ég hef engar áhyggjur af því," sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta er ástæðan fyrir því að við tóku Fanneyju inn núna. Að undirbúa hana fyrir það líka ef eitthvað gerist í umspilinu, þá er hún klár í það líka, við þurfum alltaf að reyna að hugsa líka aðeins fram í tímann."

Fanney, sem er aðeins 18 ára gömul, átti mjög svo gott tímabil með Val og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari. Hún var þá hluti af U19 landsliði Íslands sem fór á EM síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner