Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 11:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur spilar aftur undir stjórn Hemma
Lengjudeildin
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Haukur Leifur Eiríksson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að semja við HK um að spila með liðinu næstu árin.

Miðvörðurinn er 22 ára gamall og kemur frá Þrótti Vogum þar sem samningur hans hefði runnið út um áramótin.

Hjá HK hittir Haukur fyrir þjálfarann Hermann Hreiðarsson en Hemmi stýrði Þrótti Vogum sumarið 2021 og lék Haukur 19 deildarleiki undir hans stjórn.

Haukur lék með HK gegn Víkingi í Bose-mótinu á mánudagskvöld og er nú búinn að skrifa undir í Kórnum.

HK verður í Lengjudeildinni á komandi tímabili þar sem liðið féll úr Bestu deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner